Categories
Fréttir

„Það er alveg ótrúlegt að hlusta á þetta“

Deila grein

08/12/2018

„Það er alveg ótrúlegt að hlusta á þetta“

Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar kom upp í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu í 3. umræðu fjárlaga, um tillögu um að heimila fjármála- og efnahagsráðherra að leggja Íslandspósti ohf. til lánsheimild og hlutafé. Var þungt í hinum dagfarsprúða formanni, eins og sjá má á upptöku hér að neðan.

„Ætlar fólk virkilega að láta þetta fyrirtæki að sigla sinn sjó,“ spurði Wilum Þór þingheim. Og sagði svo í framhaldi, „það er alveg ótrúlegt að hlusta á þetta.“ Og bætti við: „Hvar er ábyrgðin? Þetta er í almannaeigu.“
Í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar segir: Ráðherrum ber að upplýsa bæði fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar og útfærslu á framtíðar rekstrarfyrirkomulag áður en nýttar eru þær lána- og framlagsheimildir sem hér er gerð tillaga um.
„Hvað þýðir þetta,“ spurði Willum Þór.
„Það er verið að fara í gegnum reksturinn, skera upp reksturinn. Það er verið að verja verðmætin í þessu fyrirtæki,“ sagði Willum Þór Þórsson.