Categories
Fréttir

Þórunn Egilsdóttir látin

Deila grein

11/07/2021

Þórunn Egilsdóttir látin

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, er látin 56 ára að aldri. Þórunn lést á föstudaginn eftir baráttu við krabbamein. Þórunn greindi frá því milli jóla og nýárs í fyrra að hún hefði greinst aftur með krabbamein eftir að hafa lokið meðferð. Þórunn var þingflokksformaður Framsóknarmanna og oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Þórunn var fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Foreldrar: Egill Ásgrímsson (fæddur 1. apríl 1943) bólstrari og Sigríður Lúthersdóttir (fædd 28. apríl 1939). Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson (fæddur 21. apríl 1946) bóndi. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Guðlaug Valgerður Friðbjarnardóttir. Börn: Kristjana Louise (1989), Guðmundur (1990), Hekla Karen (2004).

Þórunn lauk stúdentsprófi frá VÍ 1984. B.Ed.-próf KHÍ 1999. Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999–2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005–2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008–2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010–2014, oddviti 2010–2013.

Formaður Málfundafélags VÍ 1983–1984. Í stjórn Kvenfélagsins Lindarinnar 1991–1998. Í félagsmálanefnd Vopnafjarðarhrepps 1998–2006. Í stjórn Menntasjóðs Lindarinnar síðan 1998, formaður 2006–2010. Í orlofsnefnd húsmæðra á Austurlandi 2001–2009. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010–2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010–2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011–2015. Í hreindýraráði 2011–2016. Formaður samgönguráðs síðan 2018.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2015–2016. 1. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017. 4. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og síðan 2016.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017 og 2019–2020, kjörbréfanefnd 2017–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016 (formaður), Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–.

Við Framsóknarmenn minnumst alþingismanns og fyrrv. formanns þingflokks Framsóknarmanna með djúpri virðingu og þakklæti fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar. Framsóknarmenn votta aðstandendum innilega samúð.