Þórunn Unnur Birgisdóttir, laganemi við Háskólann á Bifröst, er nýr formaður Framsóknarfélagsins á Bifröst. Þórunn hefur setið í Háskólaráði Háskólans á Bifröst auk þess að hafa sinnt öðrum félagsstörfum.
Framsóknarfélag Bifrastar var stofnað árið 2004 og er starfssvæði félagsins Háskólinn á Bifröst og nágrenni. Félaginu er ætlað að hafa umsjón með og frumkvæði að félagsstarfi framsóknarmanna á Bifröst og stuðla að auknum samskiptum við aðra framsóknarmenn á svæðinu og á landsvísu.
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, var fyrsti formaður félagsins.
Það er viðeigandi að stilla sér upp við málverk af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, fyrsta skólastjóra Samvinnuskólans.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Categories
Þórunn Unnur Birgisdóttir nýr formaður á Bifröst
02/04/2015
Þórunn Unnur Birgisdóttir nýr formaður á Bifröst