Categories
Fréttir

Þrefaldað framlög til sérstakrar íslenskukennslu

Deila grein

27/05/2019

Þrefaldað framlög til sérstakrar íslenskukennslu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifar grein, er birtist í Fréttablaðinu 27. maí, þar sem hún ræðir að hlúa þurfi mun betur að námsframvindu ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Skólasókn og brottfall innflytjenda í framhaldsskóla er algengara en annarra nemenda samkvæmt alþjóðlegu menntakönnunarinnar PISA.
„Áskoranir þessara nemenda eru margþættar en tungumálið er óneitanlega sú stærsta,“ segir Lilja Dögg, „höfum við þegar gripið til beinna aðgerða til að bæta þjónustu með því að þrefalda framlög til sérstakrar íslenskukennslu.“
„Þingmenn eru tilbúnir í þessa vegferð og vilja bæta þá þjónustu sem við veitum börnunum okkar. Við erum opið og framsækið samfélag sem vill nýta hæfileika allra þeirra sem búa hér. Í sameiningu og samvinnu munum við vinna að umbótum á menntakerfinu, til heilla fyrir samfélagið allt,“ segir Lilja Dögg.