Categories
Fréttir

Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli

Deila grein

28/05/2019

Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, fór yfir í sérstakri umræðu, um tækifæri garðyrkjunnar, á Alþingi, á dögunum, stefnu stjórnvalda í stuðningi við garðyrkjubændur.
Stjórnvöld vinna að auknu framboði „og neyslu á garðyrkjuafurðum í samræmi við lýðheilsustefnu stjórnvalda og auka vitund almennings um hollustu og heilbrigða lífshætti,“ sagði Halla Signý.
„Hlýnun jarðar er talið vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli, hvernig matvæla við neytum og hvar tækifærin liggja. Forskot íslenskrar framleiðslu í grænmeti er umtalsverð miðað við innflutta framleiðslu. Það er mikilvægt að huga að tækifærum í þeim málum, bæði út frá fjárhagslegum kostnaði og umhverfissjónarmiðum. Útiræktun grænmetis er á undanhaldi og spurning er hvort það væri vilji til þess að taka upp beingreiðslur fyrir útiræktun, t.d. gegn niðurfellingu tollverndar.“
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi 20. maí 2019.