Categories
Fréttir

Orkunýting og áframhaldandi þróun umhverfisvænna lausna

Deila grein

28/05/2019

Orkunýting og áframhaldandi þróun umhverfisvænna lausna

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í sérstakri umræðu um tækifæri garðyrkjunnar á Alþingi, mikilvægi þess að stjórnvöld skapi greininni eðlilegt starfsumhverfi til að keppa á markaðnum.
„Skapa þarf hvata til nýsköpunar í framleiðsluaðferðum, framleiðslutegundum til áframhaldandi þróunar umhverfisvænna lausna, hvort sem er varðandi orkunýtingu eða aðra framleiðsluþætti,“ sagði Líneik Anna.
Kolefnisfótspor og önnur umhverfisáhrif íslensks grænmetis og annarra afurða garðyrkjunnar eru miklu minni en þess innflutta.
„Þar fyrir utan gæti í stærra samhengi orkunýtingar innan lands, fæðuöryggis og umhverfisþátta, verið skynsamlegt að greiða verð á raforku niður til garðyrkjunnar ásamt því að styðja á einhvern hátt við alla matvöruframleiðslu garðyrkjubænda,“ sagði Líneik Anna.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, á Alþingi 20. maí 2019.