Categories
Fréttir

Þriðji dagur í kjördæmaviku!

Deila grein

29/02/2024

Þriðji dagur í kjördæmaviku!

Í gær var þriðji dagur kjördæmavikunnar. Áfram ferðast þingmenn okkar og ráðherrar um landið og eiga áfram í dýrmætu samtali í gegnum heimsóknir og á opnum fundum. Það hefur verið dásamlegt að sjá hvað þingmenn og ráðherrar Framsóknar hafa fengið góðar viðtökur. Auk þess hafa opnu fundirnir gengið vel og umræður á þeim verið fróðlegar, skemmtilegar og opinskáar. Í gær voru haldnir þrír slíkir fundir. 

Í Kópavogi héldu Willum Þór og Ágúst Bjarni opinn fund í húsnæði Siglingafélagsins Ýmir. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs, og Sigrún Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, voru með þeim í slagtogi. Þar var m.a. rætt um málefni ungra fíkla, farsældarlögin, bráðaheilbrigðisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu og breytingar á leikskólakerfi Kópavogsbæjar.

Á Akranesi voru Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý ásamt Ragnari Baldvini Sæmundssyni og Liv Åse Skarstad, bæjarfulltrúum. Á þeim fundi var m.a. rætt um núverandi kjaraviðræður, almannatryggingakerfið, stuðning til atvinnurekenda í Grindavík, námslánakerfið, öflun raforku og veiði á grásleppu.

Á Vopnafirði héldu Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna og Þórarinn Ingi opinn fund þar sem m.a. var rætt um laxeldi, veiði á grásleppu, uppbyggingu samgangna, uppbyggingu hafnar á Langanesi, styttingu framhaldsskólans og landbúnað.

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar eru alls ekki hættir að eiga í samtali við kjósendur og í dag heldur ferðin áfram.

Í dag höldum við fjóra opna fundi:

  • Klukkan 17:30 í Þórðarbúð á Reyðarfirði verða Willum Þór, Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna og Þórarinn Ingi á opnum fundi. Með þeim verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Fjarðabyggð.
  • Klukkan 20:00 í Tehúsinu á Egilsstöðum halda Willum Þór og Líneik Anna opinn fund ásamt sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í Múlaþingi.
  • Klukkan 20:00 á Kaffi Krók í Skagafirði verður opinn fundur með Stefáni Vagni, Lilju Rannveigu og Höllu Signýju. Með þeim verða sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í Skagafirði.
  • Klukkan 20:00 á Hótel Selfossi á Selfossi verða Ásmundur Einar, Jóhann Friðrik og Hafdís Hrönn. Með þeim á fundinum verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Árborg.