Categories
Fréttir

Þurfum að taka umræðu og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar

Deila grein

14/12/2015

Þurfum að taka umræðu og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar

Villlum„Hæstv. forseti. Fyrst vil ég taka undir hér með hv. þm. Karli Garðarssyni og hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur; miðað við þau úrræði sem hæstv. ríkisstjórn hefur farið í eða úrbætur á almannatryggingakerfinu frá sumri 2013 í hækkun frítekjumarks og lækkun skerðinga og lögunum um almannatryggingar eins og þau eru núna erum við á þeirri vegferð að ekki er ólíklegt, meira að segja mjög líklegt án þess að nokkuð þurfi annað að koma til, að krafa eldri borgara og öryrkja um 300 þús. kr. lágmarkslaun verði að veruleika um áramótin 2018/2019.
Við ræðum hér fjárlögin, það er mjög góð umræða. Þar er stóra efnahagsmyndin undir og íslenska krónan kemur gjarnan hér við sögu. Það má vissulega færa fyrir því rök að krónan kosti okkur nokkuð og að hluta efnahagsvanda þjóðarinnar megi rekja til hennar í háum vöxtum og óhagstæðri fjárfestingum. Við búum vissulega við háa raunvexti og gengi krónunnar hefur óhjákvæmilega áhrif á viðskipti og verðlag og veldur verðbólgu.
Það er umræða sem við þurfum að taka og móta stefnu um gjaldmiðilinn okkar. En við getum í þessu samhengi skoðað tvö dæmi. Danir tengja dönsku krónuna við evruna. Þeir hafa búið við neikvæða raunvexti í alllangan tíma með tilheyrandi kostnaði fyrir fjármálakerfið sem mun á endanum lenda á almenningi. Þar er eignabóla. Þetta á sér stað í dönsku fjárlögunum núna og Danir þurfa að herða á í fjárlögum sínum. Finnar gengisfelldu sig út úr kreppu 1993. Þeir eru í stórkostlegum vandræðum með evru og hafa ekki náð enn þá náð að aðlagast því umhverfi.“
Willum Þór Þórsson — störf þingsins 11. desember 2015.