Categories
Fréttir

„Þvílík orka, þvílík stemning – til hamingju öll“

Deila grein

25/10/2023

„Þvílík orka, þvílík stemning – til hamingju öll“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, vakti máls í störfum þingsins á sögulegum viðburði er fór fram á Arnarhóli, kvennaverkfallið, þar sem konur og kvár um land allt mættu, allt að 100.000.

„Í gær upplifðum við sögulegan viðburð í íslensku samfélagi, kvennaverkfallið á Íslandi árið 2023, daginn sem konur og kvár um land allt fóru í verkfall og allt að 100.000 mættu á Arnarhól. Þvílík orka, þvílík stemning. Til hamingju öll,“ sagði Líneik Anna.

Spurði hún hvort ætti að láta kraft gærdagsins brjóta blað í vinnunni að jafnrétti? Því svarði hún svo:

„Verkefnin sem standa upp úr eftir gærdaginn snúast um að halda áfram að breyta menningu, útrýma launamun kynjanna og kynbundnu ofbeldi, dreifa þriðju vaktinni og bæta stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.“

Sagði hún Íslandi geta státað af kerfisbreytingum „sem hafa valdið straumhvörfum í jafnréttismálum, eins og tilkoma og þróun fæðingarorlofs og leikskóli fyrir alla“. –

„Við í Framsókn höfum þar lagt lóð á vogarskálarnar og við viljum halda áfram.“

Varaformaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, benti í gær á mikilvæg skrif nýjasta Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði sem fæst einmitt við rannsóknir á launamun til að efla skilning á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þangað má sækja þekkingu.

„Á síðasta jafnréttisþingi komu fram sláandi upplýsingar um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði svo sem að 76% kvenna af erlendum uppruna sem hafa lokið háskólanámi eru ekki í störfum í samræmi við menntun og að takmarkað aðgengi að íslenskukennslu, skortur á íslensku tengslaneti og fordómar í samfélaginu skapa hindranir. Stjórnvöld geta auðveldlega aukið aðgengi að íslenskukennslu og skýrt verkferla við mat á menntun en breyting á menningu er okkar allra,“ sagði Líneik Anna.

„Takk öll sem tókuð þátt í deginum með einum eða öðrum hætti. Jafnrétti er allra hagur,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í gær upplifðum við sögulegan viðburð í íslensku samfélagi, kvennaverkfallið á Íslandi árið 2023, daginn sem konur og kvár um land allt fóru í verkfall og allt að 100.000 mættu á Arnarhól. Þvílík orka, þvílík stemning. Til hamingju öll.

En hvað svo? Hvernig ætlum við að láta kraft gærdagsins brjóta blað í vinnunni að jafnrétti? Verkefnin sem standa upp úr eftir gærdaginn snúast um að halda áfram að breyta menningu, útrýma launamun kynjanna og kynbundnu ofbeldi, dreifa þriðju vaktinni og bæta stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

Á Íslandi höfum við góða sögu að segja af kerfisbreytingum sem hafa valdið straumhvörfum í jafnréttismálum, eins og tilkoma og þróun fæðingarorlofs og leikskóli fyrir alla. Við í Framsókn höfum þar lagt lóð á vogarskálarnar og við viljum halda áfram. Varaformaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, benti í gær á mikilvæg skrif nýjasta Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði sem fæst einmitt við rannsóknir á launamun til að efla skilning á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þangað má sækja þekkingu.

Á síðasta jafnréttisþingi komu fram sláandi upplýsingar um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði svo sem að 76% kvenna af erlendum uppruna sem hafa lokið háskólanámi eru ekki í störfum í samræmi við menntun og að takmarkað aðgengi að íslenskukennslu, skortur á íslensku tengslaneti og fordómar í samfélaginu skapa hindranir. Stjórnvöld geta auðveldlega aukið aðgengi að íslenskukennslu og skýrt verkferla við mat á menntun en breyting á menningu er okkar allra.

Takk öll sem tókuð þátt í deginum með einum eða öðrum hætti. Jafnrétti er allra hagur.“