Categories
Fréttir

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Deila grein

18/02/2021

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Tíu eru í framboði og sækjast eftir eftirtöldum sætum, þau eru:      

 Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti.

 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, Holti í Önundarfirði, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, sækist eftir 2. sæti.

 Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, sækist eftir 2.-3. sæti.

 Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduósi, sækist eftir 3. sæti.

 Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra, sækist eftir 3.-4. sæti.

 Tryggvi Gunnarsson, skipsstjóri frá Flatey, sækist eftir 3.-5. sæti.

 Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, sækist eftir 5. sæti.

 Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, sækist eftir 5.-6. sæti.