Categories
Fréttir

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

Deila grein

25/03/2015

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins í gær að tekjur og staðu á húsnæðismarkaði hafi grundvallaráhrif á lífsgæði barna á Íslandi.
„Eftir stendur sú alvarlega staðreynd að um tíundi hluti barna býr við skert lífskjör og líður skort á efnislegum gæðum. Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa ástands er sú að börn taka í minna mæli þátt í skipulögðu æskulýðs- og tómstundastarfi. Tæpur þriðjungur barna á Íslandi er ekki í reglubundnu tómstundastarfi,“ sagði Willum.
Á læknamálþingi 2010 kom meðal annars fram að rannsóknir sýna að börn sem líða skort af einhverju tagi og búa við versnandi andlega heilsu muni síðar á ævinni njóta verri líkamlegrar heilsu en ella. Á móti sýna rannsóknir að þátttaka barna í skipulögðu tómstundastarfi dregur úr líkum á hvers kyns frávikshegðun og eykur líkur á betri líðan og góðri líkamlegri heilsu.
„Ég velti því fyrir mér í hvað við eyðum orku okkar og kröftum hér í störfum okkar. Við höfum tækifæri núna til að vinna að breytingum. Ég treysti því að ríkisstjórnin komi með innlegg í kjaraviðræður og beiti sér fyrir því að samið verði um verulegar kjarabætur fyrir þá lægst launuðu. Þá eru húsnæðisfrumvörp á leiðinni og við getum greitt götu þeirra fjölskyldna sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði.
Þannig, virðulegi forseti, getum við bætt stöðu barnanna okkar.“
Ræða Willums Þórs Þórssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.