Categories
Fréttir

Treystum ekki vísindamönnum um sýklalyfjaónæmar bakteríur – en um aðgerðir við hlýnun jarðar gegnir öðru máli!

Deila grein

24/05/2019

Treystum ekki vísindamönnum um sýklalyfjaónæmar bakteríur – en um aðgerðir við hlýnun jarðar gegnir öðru máli!

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður, segir í yfirlýsingu í dag að nú mæti „unga fólkið okkar á Austurvöll í kröfugerð og krefst aðgerða í loftslagsmálum. Vísindamenn segja okkur að bregðast þurfi við hlýnun Jarðar. Við hlustum, treystum og trúum vísindamönnum vegna gjörða mannsins.“
Síðan segir Hjálmar Bogi, „á sama tíma segja vísindamenn okkur að ein helsta ógn við heilsu mannkyns eru sýklalyfjaónæmar bakteríur. Sem finnast m.a. í kjöti og dýraafurðum víða á Jörðinni. Þó í afar litlum mæli hér á landi. Því ættum við ekki að hlusta, treysta og trúa vísindamönnum í því máli? Hvers vegna að taka hagsmuni verslunar og viðskipta framar lýðheilsu fólks og heillar þjóðar?“