Categories
Fréttir

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila

Deila grein

19/08/2013

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila

Sigmundur Davíð GunnlaugssonForsætisráðherra hefur skipað eftirtalda aðila í sérfræðingahópa um skuldavanda heimila. Eiga þeir að skila af sér í nóvember 2013 og fyrir lok árs 2013 skv. þingsályktunartillögu sem samþykkt var á sumarþingi.
Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs:

  • Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, formaður.
  • Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
  • Einar Hugi Bjarnason, hrl.
  • Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.
  • Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum:

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl, formaður
  • Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármálaverkfræðingur
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness