Categories
Fréttir

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Deila grein

28/01/2015

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Sigmundur-davíðÍ dag eru tvö ár frá því að EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Icesave-málinu. En dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA og að Ísland hafi ekki brotið gegn Evróputilskipun um innistæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu og að Ísland hafi ekki brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.
„Við áttum við ofurefli að etja. Tvær öflugustu stofnanir heims beittu sér af fullum þunga gegn Íslandi og Evrópusambandið gerðist í fyrsta skipti aðili að dómsmáli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi 28. janúar 2013, í umræðum um dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu.
Ísland vann Icesave-málið
Framsókn sýnir samstöðu í verki: Býður Samfylkingunni húsnæði undir Icesave fund
Össur: „Til hamingju, Ísland“
„Þetta er svo sérstakur dagur að maður er enn þá næstum því meyr og orða vant. Þegar þessi stórkostlegu gleðitíðindi brjótast eins og sólargeisli inn í grámósku vetrarins get ég ekki hafið mál mitt öðruvísi en að segja: Til hamingju, Ísland.
Við Íslendingar höfðum fullan sigur í öllum þáttum Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólnum þegar úrskurður féll í morgun. Sigur Íslands var svo algjör að ESA sem kærði okkur var meira að segja dæmt til að greiða allan málsvarnarkostnað Íslands sem sýnir kannski betur en flest annað hversu fráleit dómstólnum þótti kæran. Þegar ég skimaði yfir dóminn sýndist mér sem dómurinn hefði tekið allar röksemdir Íslands til greina utan hugsanlega eina,“ sagði Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, og þáverandi utanríkisráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.