Categories
Fréttir

Um hvað snýst málið?

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, talaði skýrt í ræðu á Alþingi rétt í þessu, í atkvæðagreiðslu um búvörulög. Þar hvatti hún þingheim til að standa með íslenskum landbúnaði á algjörum tímamótum. Sagði hún að tryggja yrði matvælaöryggi, allar þjóðir heims einblíni á það, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur alls staðar.

Deila grein

17/12/2020

Um hvað snýst málið?

„Ég bið Alþingi Íslendinga að standa með íslenskum landbúnaði og huga að matvælaöryggi, ekki bara til skamms tíma heldur til lengri tíma!“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, talaði skýrt í ræðu á Alþingi rétt í þessu, í atkvæðagreiðslu um búvörulög. Þar hvatti hún þingheim til að standa með íslenskum landbúnaði á algjörum tímamótum. Sagði hún að tryggja yrði matvælaöryggi, allar þjóðir heims einblíni á það, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur alls staðar.

„Allir eru að hugsa um hvernig megi koma í veg fyrir að það eigi sér stað mengun milli dýra og samskipta við mannfólkið. Eitt af því sem við höfum gert gríðarlega vel hér á Íslandi er að huga að þessu,“ sagði Lilja Dögg.