Categories
Fréttir

Um hvað snýst þessi kjöt umræða?

Deila grein

05/03/2019

Um hvað snýst þessi kjöt umræða?

Besta vörnin fyrir lýðheilsu á Íslandi er að hingað sé flutt sem minnst af hráum búfjárafurðum. „Bann við innflutningi hrárra búfjárafurða, og þar með sóttvarnir landsins, snúast um sérstöðu Íslands til framtíðar. Framtíðarhagsmunir íslensks samfélags eru undir (lýðheilsa og búfjárstofnar), þeir hagsmunir eru miklu stærri, en hagsmunir einstakra stétta í nútíðinni. Sérstaða okkar er ekki okkar einkamál, hún er umhverfismál og hefur þýðingu á heimsvísu.
Samningar og lög eru mannanna verk sem hægt er að breyta, en ef sérstaða landsins tapast verður hún ekki auðveldlega endurheimt,“ segja Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, alþingismenn Framsóknar, í grein á austurfrett.is 4. mars.
Niðurstöður rannsókna á uppruna kamfílóbakteríu sýkinga úr mat á Íslandi yfir 20 ára tímabil eru sláandi. Meðalfjöldi smitaðra einstaklinga sem eingöngu höfðu dvalist á Íslandi og borðað sinn mat þar er 16,9 á ári, meðan 258 smituðust að meðaltali erlendis.
„Þess vegna verðum við að staldra við áður en gerðar verða lagabreytingar til að bregðast við dómum um skilyrði fyrir innflutningi tiltekinna afurða frá Evrópska efnahagssvæðinu. Verði skilyrði fyrir innflutningi rýmkuð er nauðsynlegt að fyrst verði gert ítarlegt áhættumat fyrir íslenskt samfélag byggt á bestu fáanlegu þekkingu. Ef farið verður í mótvægisaðgerðir þarf að gefast nægjanlegur tími til að innleiða þær. Til að ná fram breytingum á samningum og reglum, þurfa íslenskir stjórnmálamenn að ræða betur við kollega sína í Evrópu. Á sama tíma þarf að vinna að aukinni samstöðu innanlands á grunni bestu þekkingar á hverjum tíma um hverjir sameiginlegir hagsmunir samfélagsins séu í raun.“
Lesa má grein Líneikar Önnu og Þórunnar í heild sinni hér.