Categories
Fréttir

Verjum sérstöðu landsins – hvað er í matnum?

Deila grein

05/03/2019

Verjum sérstöðu landsins – hvað er í matnum?

„Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í grein á feykir.is 1. mars.
„Með samþykkt frumvarpsins erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöt. Það er ekki útséð um hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. Þeir sem hafa talað fyrir óheftum innflutningi á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverð. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kosti heldur hvað er í matnum.“
„Við megum ekki gefast upp þótt ESB hrópi. Við þurfum að halda uppi þeim einstöku vörum sem framleiddar eru hér á landi fyrir sérstöðu okkar. Sérstæða landsins byggir m.a. á hreinleika búfjárstofna okkar sem okkur hefur tekist að halda í vegna legu landsins. Við þurfum að verjast þeirri ógn sem blasir við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið tekur ekki nægilega á þeim þáttum. Þessir hagsmunir eru okkur jafn dýrmætir og hreinleiki lofts og vatns.“
Grein Höllu Signýjar Kristjánsdóttur má lesa í heild sinni hér.