Categories
Fréttir

„Ungt fólk á varla séns í núverandi aðstæðum“

Deila grein

23/03/2023

„Ungt fólk á varla séns í núverandi aðstæðum“

„Í dag kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, í störfum þingsins.

„Þetta hækkar auðvitað lánin, matarkarfan er dýrari og veski landsmanna léttast almennt. Afleiðingar þessa eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en auðvitað hefur þetta kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn og þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu,“ sagði Ágúst Bjarni.

„Ungt fólk á varla séns í núverandi aðstæðum.“

„Húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er botnfrosinn. Margir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt á tímum sem þessum, eins og markaðurinn er í dag.

Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum má ætla að sé nálægt 0%. Þetta er sláandi tala þó að hún komi kannski ekki á óvart miðað við nýliðna atburði. En á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki. Við sjáum því margt ungt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur, í pattstöðu. Það verður að finna sér heimili en húsnæðisverð og lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki,“ sagði Ágúst Bjarni.

Hvað er til ráða?

„Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa úr þeim hnút sem við erum komin í. Við getum horft til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við getum breytt reglum er varða veðsetningu á lánum fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er nú að nýta þau,“ sagði Ágúst Bjarni að lokum.


Ræða Ágústs Bjarna í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegur forseti. Í dag kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Þetta hækkar auðvitað lánin, matarkarfan er dýrari og veski landsmanna léttast almennt. Afleiðingar þessa eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en auðvitað hefur þetta kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn og þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla séns í núverandi aðstæðum. Húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er botnfrosinn. Margir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt á tímum sem þessum, eins og markaðurinn er í dag.

Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum má ætla að sé nálægt 0%. Þetta er sláandi tala þó að hún komi kannski ekki á óvart miðað við nýliðna atburði. En á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki. Við sjáum því margt ungt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur, í pattstöðu. Það verður að finna sér heimili en húsnæðisverð og lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki.

Virðulegur forseti. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa úr þeim hnút sem við erum komin í. Við getum horft til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við getum breytt reglum er varða veðsetningu á lánum fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er nú að nýta þau.“