Categories
Fréttir

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Deila grein

25/05/2022

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihlutar í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 

Fram kemur í tilkynningu frá flokkunum að síðustu daga hafi verið unnið að málefnasamningi flokkanna og hann verði kynntur á næstu dögum. 

Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan sé á kjörtímabilinu, stuðla áfram að kröftugri uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu, velferð fyrir alla aldurshópa og halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun. 

Þá segir í tilkynningunni að Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi bæjarstjóri, verði áfram bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taki þá við starfinu. Þar til verði hann formaður bæjarráðs. 

Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum 2022 voru eftirtaldir listar í kjöri: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn og óháðir, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Samfylking 4 og bætti við sig tveimur, Framsóknarflokkur 2 og bætti við sig einum og Viðreisn 1. Bæjarlistinn og Miðflokkurinn töpuðu sínum bæjarfulltrúum. Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fengu ekki kjörna bæjarfulltrúa. Pírata vantaði 92 atkvæði til að ná inn bæjarfulltrúa á kostnað Framsóknarflokks.

Úrslit:

HafnarfjörðurAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.75013,67%25,64%1
C-listi Viðreisnar1.1709,14%1-0,36%0
D-listi Sjálfstæðisflokks3.92430,66%4-3,05%-1
L-listi Bæjarlistans5464,27%0-3,48%-1
M-listi Miðflokksins3632,84%0-4,74%-1
P-listi Pírata7846,13%0-0,40%0
S-listi Samfylkingar3.71028,99%48,84%2
V-listi Vinstri grænna5524,31%0-2,40%0
Samtals gild atkvæði12.799100,00%110,04%0
Auðir seðlar2952,25%
Ógild atkvæði390,30%
Samtals greidd atkvæði13.13360,40%
Kjósendur á kjörskrá21.744
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Rósa Guðbjartsdóttir (D)3.924
2. Guðmundur Árni Stefánsson (S)3.710
3. Orri Björnsson (D)1.962
4. Sigrún Sverrisdóttir (S)1.855
5. Valdimar Víðisson (B)1.750
6. Kristinn Andersen (D)1.308
7. Árni Rúnar Þorvaldsson (S)1.237
8. Jón Ingi Hákonarson (C)1.170
9. Kristín Thoroddsen (D)981
10. Hildur Rós Guðbjargardóttir (S)928
11. Margrét Vala Marteinsdóttir (B)875
Næstir innvantar
Haraldur Rafn Ingvason (P)92
Davíð Arnar Stefánsson (V)324
Sigurður P. Sigmundsson (L)330
Guðbjörg Oddný Jónsdóttir (D)452
Sigurður Þ. Ragnarsson (M)513
Karólína Helga Símonardóttir (C)581
Stefán Már Gunnlaugsson (S)666