Categories
Fréttir

Stórátak á húsnæðismarkaði, lægri verðbólga og umbætur fyrir launafólk

Deila grein

07/03/2024

Stórátak á húsnæðismarkaði, lægri verðbólga og umbætur fyrir launafólk

Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sameiginlega lagt fram aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára. Fram kemur í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar að:

Aðgerðirnar styðja við sameiginlegt markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að vaxandi velsæld, með auknum kaupmætti og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.

Heildarumfang aðgerðanna er allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Í þeim er lögð sérstök áhersla á að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði og fjölskylduvænna samfélagi samhliða því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Aðgerðirnar munu auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum, eða um allt að 500 þúsund krónur á ári.

Heilbrigðari húsnæðismarkaður

Alls nema aðgerðir er lúta að húsnæðismarkaðnum um 50 milljörðum króna á samningstímanum, en meðal aðgerða má nefna uppbyggingu 1.000 íbúða með stofnframlögum og hlutdeildarlánum, sérstakan vaxtastuðning ásamt auknum stuðningi við leigjendur.

Fjölskylduvænt Ísland

Fram kemur að sérstök áhersla er lögð á fjölskylduvænna samfélag með aðgerðum sem miða að velsæld barnafjölskyldna. Meðal aðgerða má nefna hækkun barnabóta, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hærri greiðslur í fæðingarorlofi og samstöðu allra um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Einnig er lögð áhersla á aðgerðir gegn kynbundnum launamun, bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og umbætur á menntasjóði námsmanna. Þá verður hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa hækkuð í þremur skrefum og tækifæri til starfsþjálfunar aukin.

Lægri verðbólga

Til að stuðla að verðstöðugleika munu ríki og sveitarfélög halda aftur af gjaldskrárhækkunum og munu gjaldskrár ríkis almennt ekki hækka umfram 2,5% á árinu 2025. Einnig lýsa sveitarfélögin yfir vilja til að hækka ekki gjaldskrár fyrir árið 2024 umfram 3,5% og að endurskoða gjaldskrár ársins hafi þær hækkað meira með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.

Lesa má ítarlega um tillögurnar í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar: