Categories
Fréttir

Þurfum við að fara í sérstakt fræðsluátak um skaðsemi áfengis?

Deila grein

13/12/2023

Þurfum við að fara í sérstakt fræðsluátak um skaðsemi áfengis?

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, minnti á í störfum þingsins að ekki megi auglýsa áfengi á Íslandi, né megi selja áfengi á netinu í smásölu. „En þetta er samt gert og viðbrögðin við því hafa verið mjög takmörkuð. Við sjáum þetta á auglýsingaskiltum, við sjáum þetta á samfélagsmiðlum, í sjónvarpinu og útvarpinu. Þetta er um allt.“

Sagði Lilja Rannveig þessa stöðu vera mjög áhugaverða, það taki um fimm mínútur að panta áfengi á netinu og varan verið afhennt samdægurs. „Þó það sé ekki enn og verður mögulega aldrei löglegt þá er þetta samt sem áður möguleiki og umræður um þetta hafa skapast síðastliðnar vikur.“

„Maður verður að vissu leyti hugsi yfir viðbrögðum stjórnmálamanna en líka almennings.“

„Við fórum í mjög gott átak fyrir mörgum árum um skaðsemi reykinga. Ástæðan fyrir því að ég nefni það er vegna þess að ég hef verið að spyrja í kringum mig upp á síðkastið hvort fólk viti hver áhrif áfengis eru á líkamann. Það er náttúrlega þannig að sumt fólk drekkur ekki og aðrir drekka mjög mikið en einhverra hluta vegna virðist vera mjög takmörkuð þekking á því hver áhrifin eru af áfengi,“ sagði Lilja Rannveig.

„Þegar við spyrjum fólk um skaðsemi reykinga þá segir það: Þú getur fengið krabbamein og þetta getur skaðað lungun. En það eru mun loðnari svör þegar þú spyrð um áhrif áfengis. Það var rætt hér áðan í störfum þingsins, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fór yfir það áðan, að það hefur orðið bakslag í unglingadrykkju. Það má því spyrja sig: Er þetta vegna þess að þau átta sig ekki á því hver áhrifin eru? Er það þannig að við þurfum að fara í sérstakt fræðsluátak um skaðsemi áfengis,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.


Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:

„Hæstv. forseti. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er frumvarp dómsmálaráðherra um vefsölu áfengis. Þetta er um margt mjög áhugavert því að við hér inni vitum að það getur tekið okkur u.þ.b. fimm mínútur að panta áfengi á netinu og það getur verið komið heim til okkar samdægurs. Þó það sé ekki enn og verður mögulega aldrei löglegt þá er þetta samt sem áður möguleiki og umræður um þetta hafa skapast síðastliðnar vikur. Það má ekki auglýsa áfengi á Íslandi. Það má ekki selja áfengi á netinu í smásölu. En þetta er samt gert og viðbrögðin við því hafa verið mjög takmörkuð. Við sjáum þetta á auglýsingaskiltum, við sjáum þetta á samfélagsmiðlum, í sjónvarpinu og útvarpinu. Þetta er um allt. Maður verður að vissu leyti hugsi yfir viðbrögðum stjórnmálamanna en líka almennings. Við fórum í mjög gott átak fyrir mörgum árum um skaðsemi reykinga. Ástæðan fyrir því að ég nefni það er vegna þess að ég hef verið að spyrja í kringum mig upp á síðkastið hvort fólk viti hver áhrif áfengis eru á líkamann. Það er náttúrlega þannig að sumt fólk drekkur ekki og aðrir drekka mjög mikið en einhverra hluta vegna virðist vera mjög takmörkuð þekking á því hver áhrifin eru af áfengi. Þegar við spyrjum fólk um skaðsemi reykinga þá segir það: Þú getur fengið krabbamein og þetta getur skaðað lungun. En það eru mun loðnari svör þegar þú spyrð um áhrif áfengis. Það var rætt hér áðan í störfum þingsins, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fór yfir það áðan, að það hefur orðið bakslag í unglingadrykkju. Það má því spyrja sig: Er þetta vegna þess að þau átta sig ekki á því hver áhrifin eru? Er það þannig að við þurfum að fara í sérstakt fræðsluátak um skaðsemi áfengis?“