Categories
Fréttir

Velta íslenskrar kvikmyndagerðar aukist um 85%

Deila grein

08/12/2022

Velta íslenskrar kvikmyndagerðar aukist um 85%

Mik­il gróska hef­ur verið í ís­lenskri kvik­mynda­gerð síðustu fimm ár og hef­ur velta í geir­an­um auk­ist um 85% á þessu tíma­bili og er nú u.þ.b. 30 millj­arðar króna.

Einnig hef­ur skap­ast mik­il at­vinna í geir­an­um og vinna á fjórða þúsund ein­stak­ling­ar við kvik­mynda­gerð á Íslandi í dag seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins í dag. 

„Grósk­an í kvik­mynda­gerð er ein­stök. Ég er þakk­lát fyr­ir þann víðtæka stuðning sem að málið hef­ur fengið á Alþingi, bæði með því að hækka end­ur­greiðslurn­ar í sum­ar í allt að 35% og nú með því að færa aukið fjár­magn und­ir end­ur­greiðsluliðinn. Ég hef sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að stuðning­ur við skap­andi grein­ar hafi já­kvæð marg­föld­un­ar­áhrif á sam­fé­lagið og er viss um að þessi breyt­ing muni efla inn­lenda kvik­mynda­gerð og draga stór er­lend fjár­fest­ing­ar­verk­efni til lands­ins,“ er haft eft­ir Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra í til­kynn­ing­unni.

Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar er ein þeirra íslensku …

Ber­d­reymi í leik­stjórn Guðmund­ar Arn­ar Guðmunds­son­ar er ein þeirra ís­lensku kvik­mynda sem kom fyr­ir sjón­ir al­menn­ings á þessu herr­ans ári 2022. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleiri er­lend verk­efni

Stjórn­völd hafa markað fram­sækna stefnu til að styðja við ís­lenska kvik­mynda­gerð og fjár­magn til end­ur­greiðslna vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi er aukið um fjóra millj­arða króna fyr­ir aðra umræðu fjár­laga 2023. Stuðning­ur við kvik­mynda­fram­leiðslu ger­ir það að verk­um að verk­efni sem hafa fengið vil­yrði frá kvik­mynda­sjóð geta nú haf­ist á áætluðum tíma.

Velt­an jókst á milli ár­anna 2019 og 2020 um 50% eða um 6,5 millj­arða og frá ár­inu 2021 jókst velt­an um 7% frá 2020, en sú aukn­ing skýrst að hluta vegna fleiri er­lendra verk­efna. Árið í ár er síðan geysi­lega gott, með aukn­ingu frá 2021 upp á 25% eða um 2,9 millj­arða króna. 

Fréttin birtist fyrst á mbl.is 7. desember 2022.

Mynd: mbl.is