Categories
Fréttir

Verslunin hefur birgt sig upp með haustskipinu og bíður svo spennt eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir

Deila grein

08/02/2015

Verslunin hefur birgt sig upp með haustskipinu og bíður svo spennt eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir

Þorsteinn-sæmundsson„Á maður að trúa því að kaupmenn hafi birgt sig upp af sykri og sykruðum vörum nokkrum vikum áður en fyrirhuguð lækkun átti að koma til framkvæmda,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, þingheim í liðinni viku. En rúmur mánuður er frá því að skattkerfisbreytingar urður, er lægra þrep virðisaukaskatts hækkaði og hærra þrepið lækkaði og nokkur vörugjöld lækkuðu.
„Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig þessi framkvæmd hefur verið vegna þess að það ríður mjög á að kaupmenn sýni ábyrgð og skili þessu til neytenda. Það verður að segjast eins og er að það hafa komið fram nokkur tilvik þar sem greinilegt er að svo hefur ekki verið, sem er óþolandi,“ sagði Þorsteinn.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustunýlegt var í viðtali nýlega þar sem hann lét hafa eftir sér að það mundu líða nokkrar vikur, allnokkrar vikur, þangað til sykurskattslækkunin mundi skila sér að fullu til neytenda.
„Ég hugsaði með mér: Það er ekki logið upp á íslenska verslun. Á maður að trúa því að kaupmenn hafi birgt sig upp af sykri og sykruðum vörum nokkrum vikum áður en fyrirhuguð lækkun átti að koma til framkvæmda? Eða er það þannig að engin þróun hafi orðið hér í 100 ár? Hafa menn birgt sig upp með haustskipinu og bíða svo spenntir eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir?,“ sagði Þorsteinn.
„Þessi viðbrögð af hálfu kaupmanna og tregða þeirra til þess að skila þeim skattkerfisbreytingum til neytenda sem átti að gera, hlýtur að kalla á sérstakar aðgerðir af hálfu þeirra sem hér sitja,“ sagði Þorsteinn.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.