Öflugt starf er á vegum Framsóknar í Reykjanesbæ og fram í desember eru eftirfarandi viðburðir á dagskrá að Hafnargötu 62.
Vöfflukaffi laugardaginn 19. nóvember Kl. 10:30- 12:00
Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar og Eva Stefánsdóttir, fulltrúi í menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar
Vöfflukaffi laugardaginn 26 nóvember Kl. 10:30-12:00
Það verður fjölmenni sem tekur á móti gestum þann 26. nóvember en þá verða þingmennirnir Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir með okkur og fara yfir störf þingsins. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Framsóknar og Friðþjófur H Karlsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fara yfir gang mála í sveitarfélaginu.
Jólakaffi Framsóknar í Reykjanesbæ laugardaginn 3. desember kl. 10:30- 12:00
Þær Bjarney Rut Jensdóttir, formaður lýðheilsuráðs og Magnea H. Bjarnadóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjanesbæjar taka á móti gestum í jólakaffi.
Stjórn Framsóknar í Reykjanesbæ býður gesti hjartanlega velkomna á viðburðina framundan.
Mynd: samband.is 14. nóv. 2022.