Categories
Fréttir

„Við höfum tækifæri til að verða sjálfbærari með orku“

Deila grein

16/09/2019

„Við höfum tækifæri til að verða sjálfbærari með orku“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun um að mótaðir verði efnahagslegir hvatar til ræktunar orkujurta á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Við höfum tækifæri til að verða sjálfbærari með orku. Gætum jafnvel knúið stóran hluta fiskiskipaflotans með lífdíselolíu unna úr íslenskum orkujurtum. Einnig verða til hliðarafurði af jurtunum sem nýtast sem fóður og áburður. Umhverfisáhrif af ræktun orkujurta er einnig verulega jákvæð, ekki síst vegna þess að með ræktun þeirra gætum við fækkað kolefnisfótsporum með því að minnka innflutning á fóðri, díselolíu og áburði,“ segir Silja Dögg.