Categories
Greinar

Stóraukinn stuðningur við íslenskar fjölskyldur

Deila grein

16/09/2019

Stóraukinn stuðningur við íslenskar fjölskyldur

Fjöl­skyld­an er grunn­ein­ing sam­fé­lags­ins. Til að skapa far­sælt sam­fé­lag þarf að leggja höfuðáherslu á að hlúa að henni. Verk­efni fjöl­skyldna hafa mikið breyst sam­fara breytt­um lífs­hátt­um, ekki síst á síðustu árum. Sam­fé­lagið er orðið flókn­ara og heim­il­is­lífið hef­ur leit­ast við að aðlaga sig því. Þrátt fyr­ir breyt­ing­ar á lífs­hátt­um er umönn­un og upp­eldi barna enn í dag mik­il­væg­asta verk­efni hverr­ar fjöl­skyldu. Þó að staða ís­lenskra fjöl­skyldna sé á marg­an hátt góð er ljóst að breytt­ir þjóðfé­lags­hætt­ir og auk­inn hraði í sam­fé­lag­inu ger­ir mörg­um erfitt fyr­ir.

Marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar

Verk­efni stjórn­valda á hverj­um tíma eiga og þurfa að lúta í meira mæli að því að bæta aðbúnað og hag fjöl­skyldna í land­inu. Kuln­un, lang­ur vinnu­dag­ur, mönn­un­ar­vandi, auk­inn kvíði barna og ung­menna, fjölg­un ungra ein­stak­linga á ör­orku, bág­ur efna­hag­ur og skort­ur á viðeig­andi hús­næði eru því miður dæmi um áskor­an­ir sem ís­lenskt sam­fé­lag og stjórn­völd þurfa að horf­ast í augu við. Það að hlúa að fjöl­skyld­unni er fjár­fest­ing til framtíðar og sterk­ar og heil­brigðar fjöl­skyldu­ein­ing­ar eru grunn­ur að öfl­ugu sam­fé­lagi. Við þurf­um marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar þegar kem­ur að fjöl­skyld­um. Slík­ar breyt­ing­ar hafa verið í und­ir­bún­ingi og í vet­ur mun­um við sjá ýms­um mál­um ýtt úr vör sem til framtíðar munu breyta stöðu fjöl­skyldna á Íslandi.

Leng­ing fæðing­ar­or­lofs í tólf mánuði

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur ávallt lagt ríka áherslu á öfl­ugt fæðing­ar­or­lofs­kerfi en nú­ver­andi kerfi var komið á fót fyr­ir 20 árum. Fjár­magn til fæðing­ar­or­lofs­kerf­is­ins var því miður skorið mikið niður við efna­hags­hrunið og er það eitt af áherslu­mál­um okk­ar að end­ur­reisa það með því meðal ann­ars að lengja rétt for­eldra til fæðing­ar­or­lofs í tólf mánuði og hækka há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi. Þess­ar aðgerðir munu þýða tíu millj­arða aukn­ingu til fjöl­skyldna lands­ins á árs­grunni í lok þessa kjör­tíma­bils. Þess utan er fæðing­ar­or­lofs­lög­gjöf­in til heild­ar­end­ur­skoðunar í þeim til­gangi að bæta fæðing­ar­or­lofs­kerfið enn frek­ar.

Heild­ar­end­ur­skoðun í mál­efn­um barna – ný barna­vernd­ar­lög

Áskor­an­ir fjöl­skyld­unn­ar kalla á að auk­in áhersla verði á snemm­tæka íhlut­un og for­varn­ir inn­an vel­ferðar­kerf­is­ins. Mik­il vinna er í gangi í mál­efn­um barna sem miðar að því að grípa unga ein­stak­linga sem lenda í vanda fyrr á lífs­leiðinni en nú er gert og forma aðferðir sem tryggja að börn falli ekki á milli kerfa líkt og stund­um er raun­in. Þetta er fram­kvæmt í góðri sam­vinnu þvert á stjórn­mála­flokka og á milli nokk­urra ráðuneyta. Fyrstu út­lín­ur að nýrri hugs­un í þess­um efn­um verða kynnt­ar á op­inni ráðstefnu í Hörpu 2. októ­ber næst­kom­andi og er öll­um sem hafa áhuga boðið að taka þátt og leggja sitt af mörk­um (nán­ari upp­lýs­ing­ar er hægt að finna á www.frn.is). Sam­hliða þeirri vinnu er unnið að nýrri barna­vernd­ar­lög­gjöf sem lögð verður fram á kom­andi þingi.

Fjölg­un al­mennra leigu­íbúða – 600 íbúðir á næsta ári

Hús­næðis­ör­yggi er ein grunn­for­senda góðra lífs­skil­yrða. Það á að vera sjálf­sögð krafa, eins og kraf­an sem við ger­um um aðgengi í mennta- og heil­brigðis­kerf­inu, að hver og einn geti komið sér upp þaki yfir höfuðið. Þarna er rík­is­stjórn­in að vinna að marg­vís­leg­um aðgerðum og mun meðal ann­ars 3,7 millj­örðum verða ráðstafað til þess að fjölga al­menn­um íbúðum á leigu­markaði á næsta ári. Þess­ar íbúðir eru byggðar inn­an lag­aramma um al­menn­ar íbúðir frá ár­inu 2016. Frá þeim tíma hef­ur 8,5 millj­örðum króna verið út­hlutað í stofn­fram­lög til tæp­lega 1.600 íbúða. Heild­ar­fjárfest­ing í ör­uggu leigu­hús­næði fyr­ir al­menn­ing, með stofn­fram­lög­um rík­is og sveit­ar­fé­laga, er tal­in koma til með að nema á bil­inu 60-75 millj­örðum króna á ár­un­um 2016 til 2023.

Stór skref til af­náms verðtrygg­ing­ar og stuðning­ur við ungt fólk

Það hef­ur löng­um verið stefna Fram­sókn­ar að af­nema verðtrygg­ingu neyt­endalána í ís­lensku sam­fé­lagi. Ekki hef­ur náðst póli­tísk samstaða um slík­ar breyt­ing­ar á síðustu árum en ánægju­legt er að rík­is­stjórn­in hef­ur nú skuld­bundið sig, í tengsl­um við lífs­kjara­samn­inga, til að stíga rót­tæk skref í þessu efni og er frum­varps að vænta á kom­andi lög­gjaf­arþingi.

Einnig er unnið að kerf­is­breyt­ing­um sem miða að því að styðja við íbúðar­kaup ungs fólks, tekju­lægri ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem misstu eign­ir sín­ar í hrun­inu. Þarna er bæði unnið að því að hægt verði að nýta líf­eyr­is­sparnað til inn­borg­un­ar við fast­eigna­kaup og einnig er unnið frum­varpi til inn­leiðing­ar á sér­stök­um eig­in­fjár­lán­um að skoskri/​breskri fyr­ir­mynd.

Lands­byggðin ekki skil­in eft­ir í hús­næðismál­um

Lands­byggðin hef­ur oft­ar en ekki verið skil­in eft­ir þegar kem­ur að hús­næðismál­um en því hyggj­umst við breyta. Í sum­ar voru kynnt­ar tólf aðgerðir sem ætlað er að efla hús­næðismarkaðinn á lands­byggðinni. Fyrstu aðgerðunum var hleypt af stokk­un­um við und­ir­rit­un reglu­gerðar um nýj­an lána­flokk til upp­bygg­ing­ar á köld­um markaðssvæðum á lands­byggðinni, en kallað hef­ur verið eft­ir slíkri kerf­is­breyt­ingu um mjög langt skeið.

Hér eru nefnd­ar nokkr­ar þeirra aðgerða sem nú er unnið að og munu koma fram á kom­andi þing­vetri. Allt eru þetta aðgerðir sem fela í sér raun­veru­leg­ar já­kvæðar breyt­ing­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur um allt land. Ég hlakka mikið til að fylgja þeim eft­ir og sjá þær kom­ast til fram­kvæmda.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. september 2019.