Categories
Fréttir

Leiðarljósið verður samvinna og samfélagsleg ábyrgð

Deila grein

16/09/2019

Leiðarljósið verður samvinna og samfélagsleg ábyrgð

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir leiðarljósið vera samvinnu og samfélagslega ábyrgð í verkum Þingflokks Framsóknarmanna á Alþingi í vetur. Unnið verði að bættum hag fjölskyldna af festu svo þær njóti skilvirkari þjónustu og farsælla samfélags. Lykillinn að árangri sé samvinna. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu á dögunum.
„Fé­lags- og barna­málaráðherra vinn­ur að um­bót­um á fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu til að auka rétt for­eldra með leng­ingu or­lofs, hækk­un á mánaðarleg­um há­marks­greiðslum og end­ur­skoðun á for­send­um greiðslna,“ segir Líneik Anna.
„Heild­stæðar aðgerðir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hafa skilað sér í stór­auk­inni aðsókn að kenn­ara­námi sem und­ir­bygg­ir enn öfl­ugra mennta­kerfi til framtíðar. Í haust verður lagt fram frum­varp sem mun um­bylta lánaum­hverfi náms­manna.“