Categories
Fréttir

Viljum við nýtt bónusland?

Deila grein

29/05/2015

Viljum við nýtt bónusland?

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, vakti athygli á hvort að Íslendingar værum ekkert búnir að læra af bónuskerfi í íslensku fjármálalífi. Hann spurði sig hvort að áhugi væri á að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100%? Þetta kom fram í störfum þingsins á Alþingi í vikunni.
„Virðulegur forseti. Við lifum í sannkölluðu bónuslandi. Fyrir nokkrum dögum skýrði DV frá því að íslenska umsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás, hefði lagt til hliðar 3.400 millj. kr. sem félagið hygðist greiða í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. Að meðaltali nema þessar greiðslur um 100 millj. kr. á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. 20–30 starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV. Í þessum hópi eru bæði Íslendingar og útlendingar,“ sagði Karl.
„Í dag skýrði sami fjölmiðill frá því að tugir núverandi og fyrrverandi starfsmanna Kaupþings eigi von á bónusum sem geti numið tugum milljóna í einstaka tilvikum verði nauðasamningar samþykktir. Samtals er um að ræða hundruð millj. kr. Höfum í huga að þetta eru ekki sérstaklega illa haldnir starfsmenn því að samkvæmt ársreikningi síðasta árs voru þeir með 1,6 millj. kr. að meðaltali í mánaðarlaun.“
Ræða Karls Garðarssonar: