Categories
Fréttir

Vinna vel og láta gott af sér leiða

Deila grein

21/03/2017

Vinna vel og láta gott af sér leiða

Ný stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna var kjörin á sambandsþingi SUF sem haldið var 17.-18. febrúar síðastliðinn. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn 1. mars, 20 manns víðsvegar af landinu sátu fundinn, ýmist í gegnum síma eða á fundarstað. Mikil samstaða ríkti í hópnum og áhugi til þess að vinna vel og láta gott af sér leiða. Á fundinum var meðal annars skipuð framkvæmdastjórn og formenn fastanefnda voru kjörnir.
Framkvæmdastjórn skipa:
Formaður: Sandra Rán Ásgrímsdóttir
Varaformaður: Tanja Rún Kristmannsdóttir
Ritari: Gauti Geirsson
Gjaldkeri: Fjóla Hrund Björnsdóttir
Kynningastjóri: Snorri Eldjárn Hauksson
Viðburðarstjóri: Guðmundur Hákon Hermannsson
Formenn nefnda eru:
Marta Mirjiam (martamirjam@gmail.com) formaður málefnanefndar
Tanja Rún (trk3@hi.is) formaður alþjóðanefndar
Gauti Geirsson (gautigeirs@gmail.com) formaður nefndar um innra starf
Áhugasamir SUF-arar eru eindregið hvattir til þess að setja sig í samband við formann, framkvæmdastjórn eða formenn nefnda hafi þeir áhuga á því að taka þátt í starfi SUF á einhvern hátt en öllum meðlimum Framsóknarflokksins á aldrinum 16-35 ára er heimilt að taka þátt í nefndarstarfi á vegum SUF.
Þá vilj ég hvetja FUF-félögin að leyfa okkur að fylgjast með viðburðum á þeirra vegum. Við munum leggja mikinn metnað í það að styrkja innra starf SUF á þessu ári og þar af leiðandi tengslin við FUF-félögin um allt land.  Liður í því að styrkja tengslin við félagsmenn um allt land er að vera sýnilegri og virkari á samfélagsmiðlum. Því höfum við stofnað snapchat aðgang fyrir SUF og komum til með að nota hann til þess að bæði kynna stjórnarmeðlimi en líka sýna frá hefðbundnu starfi SUF. Endilega addið því ungframsókn á snapchat og fylgið okkur bæði á instagram (ungirframsokn) og á facebook (Samband ungra Framsóknarmanna).
Ég er ótrúlega ánægð með þann flotta hóp ungs fólks sem er í Framsóknarflokknum og er spennt fyrir að takast á við fyrirliggjandi verkefni.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður SUF