Categories
Fréttir

Vorfundur miðstjórnar

Deila grein

11/05/2023

Vorfundur miðstjórnar

Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til vorfundar miðstjórnar föstudaginn 2. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, en að fundi loknum verður móttaka fyrir miðstjórnarfulltrúa að Hverfisgötu 33.

Við viljum ítreka að aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

Þá viljum við biðja þá fulltrúa sem skrá sig að taka fram hvort þeir sjá fram á að taka þátt í kvöldverðarhlaðborði á Grand Hótel.

Fulltrúar greiða sjálfir fyrir matinn við mætingu á fundinn, verð á mann er 6.900 kr.

Þá minnum við á að eftir lagabreytingu flokksins þá er allt sveitarstjórnarfólk Framsóknar sjálfkjörið í miðstjórn.

Drög að dagskrá fundarins:

18:00– Setning fundarins

18:05 – Kosning fundarstjóra og ritara

18:10 –Ræða formanns – Sigurður Ingi Jóhannsson 

18:25 – Ræða varaformanns – Lilja Dögg Alfreðsdóttir 

18:35 – Yfirlit yfir málefna- og innrastarf – Ásmundur Einar Daðason 

18:45 – Almennar stjórnmálaumræður 

20:15 – Kvöldverður á Grand Hótel Reykjavík

21:30 – Móttaka að Hverfisgötu 33