Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

Deila grein

11/04/2015

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

SDG-02„Þingforsetar, kæru félagar.
Kærar þakkir fyrir að koma til þessa þrítugasta og þriðja flokksþings framsóknarmanna. Síðasta flokksþingsins á fyrstu öldinni í sögu flokksins okkar. Þingsins þar sem við leggjum drög að því hvernig við förum inn í aðra öld framsóknar fyrir Ísland.
Við fundum nú á miðju kjörtímabili þegar við erum búin að vera í ríkisstjórn í tæp tvö ár. Við vorum öll bjartsýn þegar við tókum við stjórnartaumunum vorið 2013 og hlökkuðum til að innleiða stefnu hófsemi og skynsemi við stjórn landsins.
Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni. Enn bíða ýmis verkefni úrlausnar, við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn.
SDG-03En möguleikar okkar, og Íslendinga allra, á að leysa ókláruð verkefni og takast á við nýjar áskoranir framtíðarinnar verða miklum mun betri, og meiri, ef við gerum okkur grein fyrir því hvaða árangur hefur náðst nú þegar, leggjum mat á hvers vegna sá árangur náðist og látum hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.
Árangur Íslendinga hefur alltaf byggst á því að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu til að sækja fram.
Hugarfar neikvæðni, þar sem nánast þykir óviðeigandi að ræða um það jákvæða við íslenskt samfélag, ræða árangurinn sem við höfum náð og tækifæri framtíðarinnar, slíkt hugarfar má ekki verða ráðandi og hinir, þessir mörgu sem hafa trú á tækifærunum -og sjá árangurinn- mega ekki halda sig til hlés.
Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“
Hér má nálgast ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]