Greinar
Við stöndum öll vaktina
Fagráð eineltismála var sett á laggirnar fyrir nokkrum árum. Hlutverk þess er að veita stuðning með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Jafnframt geta nemendur, forráðamenn og starfsfólk skóla leitað eftir aðkomu þess ef ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn innan skólanna. Fagráðið hefur margoft sannað mikilvægi sitt fyrir skólasamfélagið, bæði með ráðgjöf og við úrlausn erfiðra mála og mikið framfaraspor var stigið þegar ráðinu var gert að liðsinna einnig framhaldsskólunum. Okkar helsta verkefni er nú að auka sýnileika ráðsins og skerpa á hlutverki þess. Afar mikilvægt er að skólasamfélagið og forráðamenn viti hvaða úrræði standa þeim til boða við úrlausn eineltismála.
DÝRAFJARÐARGÖNG OPNUÐ
Langþráð stund rann upp í gær þegar Dýrafjarðargöngin voru opnuð fyrir umferð. Hér er um að ræða gríðarlega samgöngubót á Vestfjörðum. Heilsárssamgöngur milli norður- og suðursvæðis verða að veruleika. Göngin leysa af Hrafnseyrarheiðina sem hefur verið mikill farartálmi stóran hluta ársins, þótt hún hafi verið þrekvirki og mikil bót á sínum tíma þá var löngu kominn tími á bættar samgöngur. Vestfirðingar hafa verið langeygir eftir heilsárssamgöngum á milli svæða.
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Menntun er eitt öflugasta hreyfiafl samfélaga og þeim einstaklingum vegnar almennt betur sem öðlast og viðhalda nauðsynlegri hæfni og færni. Þetta á alls staðar við og í því felst skýr hvatning til íslenskra stjórnvalda um að efla umgjörð menntunar og hæfniþróunar í landinu. Nýsamþykkt vísinda- og tæknistefna er liður í því verkefni, enda leggur fjölbreytt vísindastarf grunninn að margvíslegri þekkingu. AUGLÝSINGSýn Vísinda- og tækniráðs til ársins 2030 er sú að á Íslandi sé lögð áhersla á gæði menntunar, jafnan aðgang allra að menntun og að menntakerfið þróist sífellt í takti við samfélagið og framtíðina. Að rannsóknir, hugvit, sköpun og frumkvæði sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar og öflugs athafna- og menningarlífs sé leiðarljósið inn í framtíðina. Tíu aðgerðir styðja við vísinda- og tæknistefnuna og margar eru að öllu eða einhverju leyti á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Líf í húfi
Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi.
Ostur í dulargervi
Íslenskir bændur eiga skilið að staðið sé við gerða samninga og að þeir sitji við sama borð og samkeppnisaðilar þeirra. Flest ríki í heiminum nota tolla til að vernda sinn landbúnað. Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að landbúnaði og þar með að tryggja fæðuöryggi þjóðar. Í ljós hefur komið að umfangsmikill misbrestur hefur orðið á tollskráningu landbúnaðarafurða frá Evópu til Íslands. Það er ekki nóg að hafa tollasamning ef innflutningsaðilar fara ekki eftir honum og opinbert eftirlit er ekki fullnægjandi.
Matur er mannréttindi
Það var gleðilegt að sjá á dögunum að matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut Friðarverðlaun Nóbels því þar er unnið mikilvægt starf í þágu friðar og mannréttinda fólks sem á um sárt að binda og lifir við ósæmandi kjör í heiminum. Markmiðið með áætluninni er að bjarga og breyta lífum fólks og stefna að engu hungri í heiminum. En eins og á flestum sviðum þjóðlífsins um allan heim hefur COVID-19 faraldurinn haft gríðarlega mikil áhrif á starf áætlunarinnar.
127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum
Unnið er að því dag og nótt að koma skólastarfi í sem bestan farveg. Allir eru að leggja sig fram um að svo megi verða sem fyrst og forgangur stjórnvalda er menntun. Framúrskarandi menntun er ein meginforsenda þess að Ísland verði samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði. Verðmætasköpun næstu áratuga mun í auknum mæli byggjast á hæfni, hugviti, rannsóknum og nýsköpun. Þær öru tæknibreytingar sem orðið hafa síðustu ár og kenndar eru við fjórðu iðnbyltinguna munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og efnahagslíf á næstu áratugum. Tækniframfarir hafa vakið vonir um að tækifærum til að skapa ný og betri störf muni fjölga ört og lífsgæði geti aukist á mörgum sviðum samfélagsins.
Meira en bara lífstíll
Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni.
Rannsaka þarf innflutning landbúnaðarvara
Árið 2019 nam innflutningur á þessum osti 299 tonnum, til framleiðslunnar þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til ársframleiðslu 8-10 íslenskra kúabúa. Tollur af þessum osti gæti numið 200- 300 milljón kr. það árið þ.e. tekjur sem ættu að renna í ríkissjóð. Það hefur líka komið fram að yfirvöld tollamála hafa heimild til endurákvörðunar tolla allt að 6 ár aftur í tímann ef vara reynist hafa verið ranglega afgreidd. Ekki hefur verið staðfest hvað veldur þessu misræmi.