Greinar

Greinar

Jafn­réttinu rigndi ekki yfir okkur

Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum?

Nánar

Barnasáttmálinn brotinn – óþarfar aðgerðir á kynfærum barna

Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005.

Nánar

Fjölskylduflokkurinn

Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu.

Nánar

Nú er öldin önnur

Smitrakningarappið er ein af þeim tækninýjungum sem við höfum nýtt okkur í baráttunni við dreifingu kórónuverunnar. Það voru íslensk fyrirtæki og forritarar frá íslenskri erfðagreiningu sem buðu fram aðstoð sýna við uppbyggingu forritsins án endurgjalds. Það ber að þakka. Þessi íslenska uppfinning hefur komið sér vel við að rekja smitleiðir og mögulega komið í veg fyrir einhver hópsmit sem og varpað ljósi á þá snertifleti veirunnar sem annars hefði tekið drjúgan tíma að finna.

Nánar

Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens

Bertel Thor­vald­sen fædd­ist í Kaup­manna­höfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gott­skálk Þor­valds­son, prests­son­ur úr Skagaf­irði, var fædd­ur árið 1741. Fór hann ung­ur til iðnnáms í Kaup­manna­höfn og lærði myndsk­urð í tré og vann síðar við að skera út stafn­mynd­ir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Kar­en Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir henn­ar var djákni. Þau hjón­in bjuggu við frek­ar þröng­an kost en snemma komu list­ræn­ir hæfi­leik­ar einka­son­ar­ins í ljós og hóf hann nám við Kunstaka­demiet eða Kon­ung­lega lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viður­kenn­inga fyr­ir verk sín, meðal ann­ars ferðastyrk sem gerði hon­um kleift að fara til Róm­ar árið 1796. Borg­in var þá há­borg menn­ing­ar og lista og bjó Thor­vald­sen þar við góðan orðstír allt til árs­ins 1838 er hann flutti aft­ur til Dan­merk­ur og var hon­um þá fagnað sem þjóðhetju.

Nánar

Fjár­fest í heilsu íbúa Norður­landanna

Norðurlöndin eru framarlega á heimsvísu á sviði heilbrigðisrannsókna og hafa möguleika á að verða leiðandi á ákveðnum sviðum eins og í sérsniðnum lyfjum. Í slíkum rannsóknum er nýst við heilsufars- og lífsýnagögn sem mikið er til af í norrænu löndunum. Samt sem áður eru hindranir sem gera norrænum vísindamönnum erfitt fyrir að nýta sér þennan möguleika til fullnustu til þess að geta orðið leiðandi á heimsvísu. Reyndin er sú að það er erfitt að fá heilsufarsupplýsingar út úr skrám í hverju landi og það er erfitt að nota gögn þvert á landamæri. Heilsufarsupplýsingar eru mjög viðkvæmar og því er mikilvægt að tryggja persónuverndina. Öll norrænu löndin hafa löggjöf og vinnureglur sem gera rannsóknarfólki erfitt fyrir að nálgast þessar upplýsingar, deila þeim eða stunda samstarf þvert á landamæri.

Nánar

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Mennta­stefn­an var unn­in í víðtæku sam­ráði, með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu. Stefnu­mót­un­in byggðist m.a. á efni og umræðum á fund­um með skóla­fólki og full­trú­um sveit­ar­fé­laga um allt land, sam­ræðum á svæðisþing­um tón­list­ar­skóla, sam­starfi við for­eldra, börn og ung­menni, at­vinnu­líf, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (e. OECD) og fleiri hags­munaaðila. Stefnu­drög fengu já­kvæð viðbrögð í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þaðan sem gagn­leg­ar ábend­ing­ar bár­ust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefn­una og ein­falda fram­setn­ing­una. Fyr­ir vikið er text­inn aðgengi­leg­ur og skýr, sem er ein af for­send­um þess að all­ir hlutaðeig­andi skilji hann á sama hátt og sam­mæl­ist um mark­miðin.

Nánar

Von kviknar með bóluefni

Bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er ekki lokið. Öll hag­kerfi heims­ins eru löskuð eft­ir ár mik­illa efna­hags­áfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frum­kvöðla, fjár­festa og ferðamanna, þar sem mark­miðið er að skapa vel­sæld fyr­ir þegn­ana. Fremst í verk­efnaröðinni er þó að tryggja heil­brigði fólks, sem er for­senda þess að líf fær­ist aft­ur í fyrri skorður. Líkt og ann­ars staðar er und­ir­bún­ing­ur bólu­setn­ing­ar haf­inn hér­lend­is, þar sem for­gangs­hóp­ar hafa verið skil­greind­ir og skipu­lag er í vinnslu. Ísland hef­ur tryggt sér aðgang að of­an­greindu bólu­efni, en jafn­framt verður áhuga­vert að fylgj­ast með þróun tveggja til þriggja annarra bólu­efna sem eru álíka langt kom­in í þró­un­ar­ferl­inu og efnið sem vakið hef­ur at­hygli und­an­farna daga.

Nánar

Loksins, loksins!

Tími innviðafjárfestinga er runninn upp og því eru spennandi tímar fram undan. Við blásum til stórsóknar! Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu. Við sjáum fyrir okkur nýjan og glæsilegan vettvang fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald. Áfram Ísland!

Nánar