Categories
Greinar

Bráðum kemur betri tíð!

Deila grein

27/01/2022

Bráðum kemur betri tíð!

Það er til­efni til bjart­sýni. Það er farið að hilla und­ir lok heims­far­ald­urs­ins eins og við höf­um þekkt hann und­an­far­in tvö ár með til­heyr­andi áhrif­um á dag­legt líf okk­ar. Þessi tími er for­dæma­laus. Það sem stend­ur þó upp úr er óneit­an­lega það hversu vel ís­lensku sam­fé­lagi hef­ur gengið að tak­ast á við þær fjöl­mörgu áskor­an­ir sem fylgt hafa far­aldr­in­um. Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Loft­brú­in er stór, en þannig nem­ur heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­örðum króna. Und­an­farna daga hafa stjórn­völd kynnt sín­ar nýj­ustu og von­andi síðustu aðgerðir í þess­um anda, sem er ætlað að styðja við sam­fé­lagið í kjöl­far áhrifa ómíkron-af­brigðis­ins.

Staðan á Íslandi og á heimsvísu

Aðgerðirn­ar hafa skipt miklu máli. Efna­hags­bat­inn á Íslandi hef­ur verið sterk­ur og ger­ir Seðlabank­inn ráð fyr­ir 5,1% hag­vexti á ár­inu. Störf­um hef­ur fjölgað hratt og at­vinnu­leysi er að verða svipað og það var fyr­ir heims­far­ald­ur­inn. Hins veg­ar hef­ur vöxt­ur korta­veltu dreg­ist hratt sam­an í upp­hafi árs sök­um fjölg­un­ar smita í sam­fé­lag­inu. Velta bæði ís­lenskra og er­lendra korta dróst skyndi­lega sam­an fyrstu 10 daga mánaðar­ins. Heild­ar­korta­velta er nú 4% minni en 2019. Lands­menn hafa dregið sig til hlés vegna bylgju ómíkron-af­brigðis­ins. Því er mik­il­vægt að fram­lengja efna­hagsaðgerðir og beina þeim sér­stak­lega í átt að þeim geir­um sem hafa orðið verst úti í far­sótt­inni. Það sama má segja um hag­vaxt­ar­horf­ur á heimsvísu en þær hafa versnað á fyrsta árs­fjórðungi og ger­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ráð fyr­ir 4,9% hag­vexti árið 2022. Það eru einkum þrír þætt­ir sem skýra versn­andi horf­ur: vænt­an­leg­ar vaxta­hækk­an­ir í Banda­ríkj­un­um og minnk­andi einka­neysla, þrálát verðbólga og viðkvæm staða fast­eigna­markaðar­ins í Kína.

Viðspyrnu- og lok­un­ar­styrk­ir fram­lengd­ir

Meðal þeirra aðgerða sem stjórn­völd kynntu í vik­unni voru fram­leng­ing­ar al­mennra viðspyrnustyrkja til handa fyr­ir­tækj­um um fjóra mánuði – en áætlað um­fang þeirra nemi um tveim­ur millj­örðum króna. Nú þegar hafa 10 millj­arðar króna verið greidd­ir út til um 1.800 rekstr­araðila en um 400 um­sókn­ir á eft­ir að af­greiða. Auk­in­held­ur samþykkti rík­is­stjórn­in fram­leng­ingu lok­un­ar­styrkja til þeirra sem hafa tíma­bundið þurft að loka starf­semi sinni vegna sótt­varn­aráðstaf­ana og orðið af veru­leg­um tekj­um vegna þess. Um­fang aðgerðanna er mikið en um leið mik­il­vægt til þess að standa áfram með ís­lensku at­vinnu­lífi á loka­spretti far­ald­urs­ins. Styrk­irn­ir gera rekstr­araðila bet­ur í stakk búna til þess að taka þátt af full­um krafti að nýju þegar sam­fé­lag án tak­mark­ana tek­ur við og hjól hag­kerf­is­ins fara að snú­ast hraðar.

Veit­ingastaðir varðir

Rekst­ur margra veit­ingastaða hef­ur þyngst veru­lega vegna tekju­sam­drátt­ar í kjöl­far sótt­varn­aráðstaf­ana um­fram flest­ar at­vinnu­grein­ar, meðal ann­ars vegna styttri af­greiðslu­tíma. Veit­ingastaðir eru mik­il­væg­ir sam­fé­lag­inu sem við búum í og eru nauðsyn­leg­ir til að sinna þeim fjölda ferðamanna sem heim­sækja Ísland. Því kynntu þau sér­staka styrki fyr­ir veit­ingastaði til þess að tryggja viðspyrnu þeirra að sótt­varn­aráðstöf­un­um liðnum. Gert er ráð fyr­ir að ein­stak­ir rekstr­araðilar geti fengið að há­marki 10-12 millj­óna styrk á fjög­urra mánaða tíma­bili til að mæta rekstr­ar­kostnaði.

Staðið með menn­ing­unni

Stjórn­völd ein­settu sér að standa með list­um og menn­ingu í gegn­um heims­far­ald­ur­inn en hann hef­ur haft afar mik­il og nei­kvæð áhrif á verðmæta­sköp­un í menn­ing­ar­geir­an­um, sér­stak­lega þeim grein­um hans sem byggja tekju­öfl­un sína að mestu á viðburðahaldi. Þannig voru greiðslur til rétt­hafa í tónlist vegna tón­leika­halds á ár­inu 2021 til að mynda 87% lægri en sam­svar­andi tekj­ur árið 2019. Þá hafa sjálf­stæð leik­hús og leik­hóp­ar farið veru­lega illa út úr far­aldr­in­um vegna þeirra sótt­varnaaðgerða og lok­ana. Það var því ánægju­legt að kynna í vik­unni 450 m.kr. viðspyrnuaðgerðir fyr­ir tónlist og sviðlist­ir. Miða þær að því að tryggja viðspyrnu í viðburðahaldi, efla frumsköp­un og fram­leiðslu lista­manna ásamt því að styðja við sókn á er­lenda markaði. Við eig­um lista­fólk­inu okk­ar margt að þakka, meðal ann­ars að stytta okk­ur stund­irn­ar á tím­um heims­far­ald­urs með hæfi­leik­um sín­um. Það verður ánægju­legt að geta sótt viðburði þeirra að nýju með vin­um og vanda­mönn­um.

Flest­ir munu kveðja þær tak­mark­an­ir sem fylgt hafa veirunni með litl­um söknuði og und­ir­búa sig að sama skapi und­ir betri tíð. Það stytt­ist því í að hin fleygu orð Stuðmanna „bráðum kem­ur ekki betri tíð, því betri get­ur tíðin ekki orðið“ verði orð að sönnu á sama tíma og sam­fé­lagið allt mun lifna við af meiri krafti en við höf­um áður kynnst.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. janúar 2022.