Greinar

Greinar

Rödd sveitarfélagsins

Það er margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.

Nánar

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

For­gangs­röðun fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­áætlun er skýr með áherslu á um­ferðarör­yggi sem styður við arðsemi og efna­hags­leg­an græn­an vöxt. Hæfi­leg blanda af einka- og rík­is­rekn­um verk­efn­um skil­ar sér til sam­fé­lags­ins ef til­gang­ur­inn er skýr. Sú hug­mynda­fræði var tek­in lengra með samþykkt Alþing­is á frum­varpi um sam­vinnu­verk­efni í vega­fram­kvæmd­um (PPP). Nýju lög­in heim­ila sam­vinnu á milli einkaaðila og rík­is að fara í til­tek­in sam­göngu­mann­virki. Ábat­inn er auk­in skil­virkni í vega­gerð og býr til aukið svig­rúm rík­is­ins til að sinna nauðsyn­legri grunnþjón­ustu sam­fé­lags­ins. Sam­göngu­verk­efni henta vel til sam­vinnu­verk­efna og þegar áhugi inn­lendra fjár­festa er til staðar er óskyn­sam­legt annað en að velja þessa leið.

Nánar

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Vetr­arþjón­usta á Dynj­and­is­heiði hef­ur fylgt G-reglu Vega­gerðar­inn­ar. Þessi regla end­ur­spegl­ar þá órjúf­an­legu leið sem þær syst­ur Dynj­and­is- og Hrafns­eyr­ar­heiðar byggðu. Aðstæður á Hrafns­eyr­ar­heiðinni hafa stýrt þess­ari reglu, eðli­lega. Nú skil­ur leiðir þess­ara fjall­vega og hinn erfiði fjall­veg­ur yfir Hrafns­eyr­ar­heiðina verður ekki til staðar eft­ir opn­un ganga. Vega­gerðin hef­ur þegar ráðgert að halda uppi þjón­ustu fimm daga vik­unn­ar í vet­ur eins og mögu­legt er. Vetr­arþjón­usta er nauðsyn­leg og auka þarf þjón­ust­una strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi veg­far­enda er höfð að leiðarljósi við fram­kvæmd­ir og þjón­ustu á veg­um lands­ins, því er góð vetr­arþjón­usta lyk­il­atriði fyr­ir þá sam­fé­lags­mynd sem rík­ir.

Nánar

Byltingar­kennd lausn

Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn.

Nánar

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Það er ljóst að ekki gilda sömu við­mið um fast­eign­ar­markað á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á köldum svæð­um. Sveigj­an­leiki í kerf­inu verður að vera til staðar til að koma til móts við sér­stakar aðstæður þar. Lyk­ill­inn að góðri nið­ur­stöðu í hús­næð­is­málum er sam­vinna milli Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga, bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Með góðu sam­tali næst við­un­andi jafn­vægi milli eft­ir­spurnar og fram­boðs á hús­næð­is­mark­aði og á sama tíma eykur það mögu­leika tekju­lágra að eign­ast eigið hús­næði.

Nánar

Vegabréf til framtíðar

Námsframvinda ræðst af ýmsum þáttum. Góður námsorðaforði og hugtakaskilningur, ályktunarhæfni, færni í rökhugsun, ánægja af lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í því að nemendur nái tökum á námsefninu. Til að skilja vel og tileinka sér innihald námsefnis án aðstoðar þarf nemandi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlutfallið lækkar í 95% þurfa flestir nemendur aðstoð, t.d. hjálp frá kennara, sam- nemendum eða úr orðabókum.

Nánar

Spennandi atvinnuverkefni við Njarðvíkurhöfn

Nú þegar Skipasmíðastöðin í samstarfi við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ hafa sýnt vilja í verki og farið í mikla undirbúningvinnu og rannsóknir, og átt samtöl við fjárfesta, þá sé ég ekki annað en þingmenn muni styðja fjármögnun skjólgarðsins sem öllum ráðum. Við verðum að finna leiðir til að koma þessu verkefni af stað. Með því munu skapast tugir og hundruðir nýrra starfa. Við Suðurnesjafólk þurfum á þeim að halda.

Nánar

Samvinna er lykillinn að árangri

Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.

Nánar

Menntun fyrir alla

Fyrsti skóla­dag­ur vetr­ar­ins mark­ar nýtt upp­haf. Vet­ur­inn sem leið ein­kennd­ist af viljaþreki og sam­hug

Nánar