Greinar
Rödd sveitarfélagsins
Það er margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.
Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu
Forgangsröðun fjárfestingar í samgönguáætlun er skýr með áherslu á umferðaröryggi sem styður við arðsemi og efnahagslegan grænan vöxt. Hæfileg blanda af einka- og ríkisreknum verkefnum skilar sér til samfélagsins ef tilgangurinn er skýr. Sú hugmyndafræði var tekin lengra með samþykkt Alþingis á frumvarpi um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum (PPP). Nýju lögin heimila samvinnu á milli einkaaðila og ríkis að fara í tiltekin samgöngumannvirki. Ábatinn er aukin skilvirkni í vegagerð og býr til aukið svigrúm ríkisins til að sinna nauðsynlegri grunnþjónustu samfélagsins. Samgönguverkefni henta vel til samvinnuverkefna og þegar áhugi innlendra fjárfesta er til staðar er óskynsamlegt annað en að velja þessa leið.
Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin
Vetrarþjónusta á Dynjandisheiði hefur fylgt G-reglu Vegagerðarinnar. Þessi regla endurspeglar þá órjúfanlegu leið sem þær systur Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar byggðu. Aðstæður á Hrafnseyrarheiðinni hafa stýrt þessari reglu, eðlilega. Nú skilur leiðir þessara fjallvega og hinn erfiði fjallvegur yfir Hrafnseyrarheiðina verður ekki til staðar eftir opnun ganga. Vegagerðin hefur þegar ráðgert að halda uppi þjónustu fimm daga vikunnar í vetur eins og mögulegt er. Vetrarþjónusta er nauðsynleg og auka þarf þjónustuna strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi vegfarenda er höfð að leiðarljósi við framkvæmdir og þjónustu á vegum landsins, því er góð vetrarþjónusta lykilatriði fyrir þá samfélagsmynd sem ríkir.
Byltingarkennd lausn
Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn.
Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd
Það er ljóst að ekki gilda sömu viðmið um fasteignarmarkað á stór-höfuðborgarsvæðinu og á köldum svæðum. Sveigjanleiki í kerfinu verður að vera til staðar til að koma til móts við sérstakar aðstæður þar. Lykillinn að góðri niðurstöðu í húsnæðismálum er samvinna milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sveitarfélaga, byggingarfyrirtækja og fjármálastofnana. Með góðu samtali næst viðunandi jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs á húsnæðismarkaði og á sama tíma eykur það möguleika tekjulágra að eignast eigið húsnæði.
Vegabréf til framtíðar
Námsframvinda ræðst af ýmsum þáttum. Góður námsorðaforði og hugtakaskilningur, ályktunarhæfni, færni í rökhugsun, ánægja af lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í því að nemendur nái tökum á námsefninu. Til að skilja vel og tileinka sér innihald námsefnis án aðstoðar þarf nemandi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlutfallið lækkar í 95% þurfa flestir nemendur aðstoð, t.d. hjálp frá kennara, sam- nemendum eða úr orðabókum.
Spennandi atvinnuverkefni við Njarðvíkurhöfn
Nú þegar Skipasmíðastöðin í samstarfi við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ hafa sýnt vilja í verki og farið í mikla undirbúningvinnu og rannsóknir, og átt samtöl við fjárfesta, þá sé ég ekki annað en þingmenn muni styðja fjármögnun skjólgarðsins sem öllum ráðum. Við verðum að finna leiðir til að koma þessu verkefni af stað. Með því munu skapast tugir og hundruðir nýrra starfa. Við Suðurnesjafólk þurfum á þeim að halda.
Samvinna er lykillinn að árangri
Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.
Menntun fyrir alla
Fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf. Veturinn sem leið einkenndist af viljaþreki og samhug