Categories
Greinar

Til hamingju með daginn!

Deila grein

16/11/2021

Til hamingju með daginn!

Við minn­umst í dag fæðing­ar­dags hins merka skálds og vís­inda­manns Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið, und­ir for­ystu Björns Bjarna­son­ar fv. mennta­málaráðherra, hafði frum­kvæði að því að gera fæðing­ar­dag Jónas­ar að degi ís­lenskr­ar tungu árið 1996. All­ar göt­ur síðan hafa skól­ar, stofn­an­ir, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur beint at­hygli að tungu­mál­inu okk­ar á þess­um degi, gildi þess fyr­ir mennt­un, menn­ingu og þjóðar­vit­und. Kveðskap­ur Jónas­ar hef­ur fært þjóðinni marg­ar gleði- og lær­dóms­stund­ir og hef­ur nýyrðasmíð hans verið okk­ur til fyr­ir­mynd­ar og eft­ir­breytni.

Þjóð- og frels­is­skáldið Jón­as Hall­gríms­son er í sér­stöku dá­læti hjá mér. Jón­as lagði ríka áherslu á að rækta málið í orðsins fyllstu merk­ingu þess, ásamt því að mennta þjóðina. Hans hug­sjón var að ís­lensk­an væri notuð alls staðar í sam­fé­lag­inu; í leik og starfi, námi og vís­ind­um, skáld­skap, bók­mennt­um og öðrum list­um. Þess vegna stundaði hann nýyrðasmíð af kappi og þýddi er­lent efni sem hann taldi eiga er­indi við þjóðina. Þjóðin stend­ur í mik­illi þakk­ar­skuld við þjóðskáldið og mik­il­vægt að halda hans veg­ferð áfram.

Á und­an­förn­um árum hafa stjórn­völd lagt ríka áherslu á tungu­málið okk­ar. Árið 2019 ályktaði Alþingi að efla skyldi ís­lensku sem op­in­bert mál. Aðgerðaáætl­un til þriggja ára var samþykkt, þar sem meg­in­mark­miðin voru þrjú; að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lensk­unn­ar í sta­f­ræn­um heimi væri tryggð. Stór hluti aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar er kom­inn til fram­kvæmda. Stuðning­ur við bóka­út­gáfu og fjöl­miðla er orðinn að veru­leika og í kjöl­farið hafa barna- og ung­mennta­bók­mennt­ir blómstrað. Útgáfa hef­ur auk­ist, sem hef­ur aukið aðgengi barna að fjöl­breyttu les- og menn­ing­ar­efni á ís­lensku. Stuðning­ur við fjöl­miðla treyst­ir rekstr­ar­grund­völl þeirra sem miðla til okk­ar um­fjöll­un um mál­efni líðandi stund­ar, en slíkt er lyk­il­atriði fyr­ir mál­vit­und þjóðar­inn­ar. Þá hef­ur mál­tækni­áætl­un stjórn­valda verið hrint í fram­kvæmd, svo tölv­ur og snjall­tæki kunni ís­lenskt rit- og tal­mál. Orðasöfn, mál­fars­bank­ar, beyg­ing­ar­lýs­ing­ar og hljóðupp­tök­ur í þúsunda­vís eru for­ritaðar inn í stýri­kerfi og ár­ang­ur­inn hingað til lof­ar góðu. Dæmi um hann má sjá á vefsíðunni al­mann­arom­ur.is, sem ég hvet alla til að skoða.

Í fyrstu inn­setn­ing­ar­ræðu Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta og hand­hafa verðlauna Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, fjallaði hún um þýðingu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir þjóðina. „Tung­an geym­ir sjóð minn­ing­anna, hún ljær okk­ur orðin um von­ir okk­ar og drauma. Hún er hið raun­veru­lega sam­ein­ing­ar­tákn okk­ar og sam­ein­ing­arafl.“ Þessi orð Vig­dís­ar eru jafn sönn í dag og þau voru fyr­ir 41 ári. Til ham­ingju með dag­inn.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir