Categories
Greinar

Áfram á vaktinni

Deila grein

28/02/2022

Áfram á vaktinni

Öllum tak­mörk­un­um hef­ur verið aflétt á Íslandi eft­ir tveggja ára bar­áttu við far­sótt­ina ill­ræmdu. Ver­öld­in hef­ur þurft að tak­ast á við marg­slungn­ar af­leiðing­ar far­sótt­ar­inn­ar sem hafa birst með ýms­um hætti. Það tíma­bil sem nú sér fyr­ir end­ann á hef­ur reynst mik­ill próf­steinn á innviði fjöl­margra ríkja. Þannig hef­ur reynt veru­lega á heil­brigðis­kerfi, styrk hag­stjórn­ar ríkja sem og alþjóðlega sam­vinnu.

Fram­kvæmd aðgerða og ár­ang­ur Íslands

Á heimsvísu er hægt að full­yrða að einkar vel hafi tek­ist til við stjórn efna­hags­mála en mann­fall var mjög mis­mun­andi eft­ir ríkj­um heims­ins. Hægt er að full­yrða að á Íslandi hafi tek­ist vel til við að verja líf og heilsu fólks en dán­artíðni á hvern íbúa er sú lægsta í ver­öld­inni. Allt það frá­bæra fag­fólk sem staðið hef­ur vakt­ina í heil­brigðis­kerf­inu á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir fram­lag sitt í far­aldr­in­um. Þá tókst okk­ur einnig að halda skóla­kerf­inu gang­andi í gegn­um far­sótt­ina og er það mik­illi þraut­seigju okk­ar skóla­fólks að þakka. Reglu­lega sýndi það mikla aðlög­un­ar­hæfni í skól­um lands­ins til þess að glíma við breyti­leg­ar aðstæður sem tak­mark­an­ir tengd­ar far­aldr­in­um leiddu af sér. Að sama skapi má segja að efna­hagsaðgerðir séu vel heppnaðar. Lands­fram­leiðsla hef­ur verið að sækja í sig veðrið og jókst um 4,1% á fyrstu þrem­ur fjórðung­um síðasta árs og er áætlað að hag­vöxt­ur árs­ins 2021 verði um 5%. At­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt og slak­inn í þjóðarbú­inu minnk­ar ört. Að sama skapi hef­ur verðbólga auk­ist í 6,2% í fe­brú­ar og hef­ur ekki verið hærri í tæp­an ára­tug. Skýrist þessi mikla verðbólga að stór­um hluta af mik­illi hækk­un hús­næðis­verðs ásamt um­fangs­mikl­um hækk­un­um alþjóðlegs hrávöru­verðs og flutn­ings­kostnaðar. Afar brýnt er að ná tök­um á verðbólg­unni án þess þó að aðgerðirn­ar skaði efna­hags­bat­ann. Það kann að vera að þessi háa verðbólga verði tíma­bund­in, þar sem eft­ir­spurn á heimsvísu mun minnka um leið og áhrif efna­hagsaðgerðanna dvína. Það má einnig fast­lega bú­ast við því að óverj­an­leg inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu muni hafa áhrif á verðlagn­ingu ým­issa vöru­flokka sem og eft­ir­spurn. Þannig má gera ráð fyr­ir að verðbólga auk­ist tíma­bundið vegna hærra olíu­verðs og annarr­ar hrávöru.

Sam­an sem sam­fé­lag

Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Sú brú var stór og er heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­arðar króna svo dæmi sé tekið. Lögð var áhersla á að koma til móts við fólk og fyr­ir­tæki sem urðu illa fyr­ir barðinu á veirunni. Fyr­ir stjórn­völd var það sann­girn­is­mál að beita rík­is­fjár­mál­un­um með þeim hætti og tryggja að við fær­um sam­an sem sam­fé­lag í gegn­um kófið.

Það sem Thatcher gerði

Fyrr í mánuðinum viðraði ég hug­mynd­ir í þess­um anda um aukna aðkomu bank­anna að fjöl­skyld­um og fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, sem til að mynda vaxta­hækk­an­ir snerta með þyngri hætti en aðra. Til að ná slík­um mark­miðum nefndi ég einnig í því sam­hengi svo­kallaðan hval­reka­skatt í anda Mar­grét­ar Thatcher, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á of­ur­hagnað bank­anna sem nem­ur yfir 80 millj­örðum króna árið 2022. Fór hægri kon­an Thatcher þessa leið árið 1981 þegar bresk­ir bank­ar högnuðust veru­lega vegna hækk­un­ar stýri­vaxta þar í landi. Bú­ast má við því að sama verði upp á ten­ingn­um í af­komu banka hér á landi þar sem vaxtamun­ur mun aukast í kjöl­far hærri stýri­vaxta. Und­an­farið hef­ur margt fólk þurft að ráðast í dýr­ar fjár­fest­ing­ar til að tryggja sér og sín­um þak yfir höfuðið á fast­eigna­markaði sem ein­kenn­ist af mikl­um skorti á íbúðum vegna langvar­andi lóðaskorts. Þenn­an hóp þarf að styðja við strax í upp­hafi þreng­inga til að draga úr lík­um á greiðslu­vanda seinna meir. Þar skipt­ir sam­vinna stjórn­valda, fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjöl­skyldna máli.

Lands­virkj­un áfram í eigu okk­ar allra

Það hug­ar­far að við séum öll í þessu sam­an hef­ur reynst okk­ur vel í gegn­um far­ald­ur­inn. Á sama tíma er ljóst að við blasa áskor­an­ir í rík­is­fjár­mál­um til að vinda ofan af þeim halla sem mynd­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs og viðspyrnuaðgerða sem hon­um tengj­ast. Við ætl­um okk­ur að vaxa út úr þeim halla með auk­inni verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu. Þar munu stjórn­völd halda áfram að skapa ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um hag­fellt og hvetj­andi um­hverfi til að sækja fram. Hug­mynd­ir um að selja allt að 40% hlut al­menn­ings í Lands­virkj­un eiga ekki að vera leiðin til að fjár­magna rík­is­sjóð til skamms tíma og get ég slegið því föstu að slík sala mun aldrei eiga sér stað á meðan Fram­sókn á sæti í rík­is­stjórn Íslands. Við vilj­um að Lands­virkj­un verði áfram í eigu allra Íslend­inga, sem burðarás fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Ég tel mjög breiða sam­fé­lags­lega sátt ríkja um slíkt og það eig­um við að virða.

Þrátt fyr­ir krefj­andi tíma und­an­far­in ár vegna veirunn­ar og góðan ár­ang­ur sem náðst hef­ur í gegn­um þann tíma er mik­il­vægt að sofna ekki á verðinum. Við lif­um enn á viðsjár­verðum tím­um vegna óafsak­an­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, sem hef­ur áhrif á stöðu mála hér í Evr­ópu. Við mun­um tak­ast á við þær áskor­an­ir af festu og með sam­vinnu til að tryggja að Ísland verði áfram í sterkri stöðu til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, ferða- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 26. febrúar 2022.