Categories
Greinar

Árangur fyrir íslenskuna okkar

Deila grein

17/10/2022

Árangur fyrir íslenskuna okkar

Í lög­um um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu er kveðið á um að aug­lýs­ing­ar sem höfða eigi til ís­lenskra neyt­enda skulu vera á ís­lensku. Neyt­enda­stofa hef­ur tekið til meðferðar átta mál vegna tungu­máls í aug­lýs­ing­um sem eiga að höfða til ís­lenskra neyt­enda frá ár­inu 2005, og er eitt mál til skoðunar hjá stofn­un­inni. Í öll­um til­fell­um var aug­lýs­ing­un­um breytt vegna at­huga­semda stofn­un­ar­inn­ar.

Ákvæði sem þetta skipt­ir máli og það er ánægju­legt að sjá fyr­ir­tæki taka þessi til­mæli Neyt­enda­stofu til sín – en bet­ur má ef duga skal. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um árum lagt mikla áherslu á að snúa vörn í sókn fyr­ir tungu­málið með ýms­um hætti, en heild­ar­fram­lag stjórn­valda nam rúm­um 10 millj­örðum króna á síðasta kjör­tíma­bili til slíkra verk­efna. Þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka með frá­bær­um ár­angri.

Verk­efnið er samt sem áður stórt og kall­ar á að við sem sam­fé­lag tök­um þá ákvörðun að gera okk­ar eig­in tungu­máli hátt und­ir höfði. Ég skynja að vit­und­ar­vakn­ing und­an­far­inna ára sé far­in að skila ár­angri. Það gladdi mig að sjá Icelanda­ir til­kynna ný­verið um breytt fyr­ir­komu­lag við að ávarpa farþega um borð í vél­um sín­um með því að ávarpa fyrst á ís­lensku og svo á ensku. Þannig fá hin fleygu orð „góðir farþegar, vel­kom­in heim‘{lsquo} að hljóma strax við lend­ingu í Kefla­vík, sem mörg­um finnst nota­legt að heyra.

Ann­ar áfangi á þess­ari veg­ferð náðist í vik­unni þegar stjórn ISA­VIA samþykkti bók­un þess efn­is að ís­lenska verði fram­veg­is í for­grunni tungu­mála við end­ur­nýj­un merk­inga­kerf­is í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar en hingað til hafa merk­ing­ar verið fyrst á ensku og svo ís­lensku.

Of­an­talið skipt­ir máli og er ég þakk­lát hverj­um þeim sem legg­ur sitt af mörk­um til þess að gera tungu­mál­inu okk­ar hærra und­ir höfði. Ég mun halda áfram að hvetja bæði fólk og fyr­ir­tæki til þess að huga að tungu­mál­inu okk­ar. Þrátt fyr­ir að ís­lenska sé ekki út­breidd í alþjóðleg­um sam­an­b­urði þá er hún er lyk­ill­inn að menn­ingu okk­ar og sjálfs­mynd.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. október 2022.