Categories
Greinar

Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar

Deila grein

28/01/2019

Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar

Eins og komið hef­ur fram síðustu daga var skipaður átaks­hóp­ur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði, en til­lög­ur hóps­ins voru kynnt­ar í vik­unni. Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. Átaks­hóp­ur­inn skilaði af sér 40 til­lög­um sem all­ar eru til þess falln­ar að bæta stöðu á hús­næðismarkaði. All­ir hags­munaaðilar eru sam­mála um að tryggja þurfi aukið fram­boð íbúða á hag­kvæm­an og skjót­virk­an hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði, ekki síst stöðu leigj­enda. Til­lög­urn­ar varða allt frá al­mennu íbúðakerfi, hús­næðis­fé­lög­um og leigu­vernd, til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, sam­göngu­innviða og rík­is­lóða, auk upp­lýs­inga­mála og eft­ir­lits­mála ým­iss kon­ar.

Niðurstaða hóps­ins er að tölu­verður skort­ur er á hús­næði hér landi, hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli, en sem stend­ur vant­ar á bil­inu 5.000-8.000 íbúðir á land­inu öllu. Um 10.000 nýj­ar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þrem­ur árum en vegna fyr­ir­sjá­an­legr­ar fólks­fjölg­un­ar mun okk­ur vanta í kring­um 2.000 íbúðir í upp­hafi árs 2022. Jafn­vel mun vanta enn fleiri íbúðir ef aðflutt vinnu­afl sem hingað hef­ur komið ákveður að festa ræt­ur hér. Stjórn­völd þurfa því að bregðast við með sér­stök­um aðgerðum sem auka fram­boð hús­næðis og lækka hús­næðis­kostnað al­menn­ings.

Hús­næðismál­in eru dreifð inn­an stjórn­kerf­is­ins og lutu nokkr­ar til­lög­ur hóps­ins að því að ein­falda stjórn­sýsl­una. Þessi staða hef­ur leitt til minni sam­hæf­ing­ar, óþarfa flösku­hálsa og ógagn­sæ­is á hús­næðismarkaði. Meðal ann­ars til að bregðast við þessu lagði ég fram frum­varp sem varð að lög­um á síðasta ári þar sem ég fól Íbúðalána­sjóði aukið hlut­verk að safna upp­lýs­ing­um um hús­næðismál og vera stjórn­völd­um inn­an hand­ar þegar kem­ur að stefnu­mót­andi ákvörðunum varðandi hús­næðismarkaðinn. Um síðust ára­mót færðist Mann­virkja­stofn­un und­ir fé­lags­málaráðuneytið. Aukið sam­starf Íbúðalána­sjóðs og Mann­virkja­stofn­un­ar mun gera stjórn­völd bet­ur í stakk búin að sam­hæfa grein­ing­ar á fram­boði og eft­ir­spurn á hús­næðismarkaði og eft­ir­liti með bygg­ing­ar­markaðinum. Þess­ar breyt­ing­ar munu nýt­ast mjög vel við að hrinda í fram­kvæmd þeim aðgerðum sem átaks­hóp­ur­inn lagði til á hús­næðis- og vinnu­markaði.

Verk­efnið fram und­an er stórt en í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar og aðra hags­munaaðila er ég sann­færður um að við get­um náð til­ætluðum ár­angri. Hús­næðistil­lög­urn­ar sem kynnt­ar voru eft­ir sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­markaður eru góðar. Þær sýna okk­ur að sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri. Stjórn­völd eru til­bú­inn til sam­tals um frek­ari út­færsl­ur þess­ara til­lagna og um önn­ur mik­il­væg mál sem tengj­ast kjara­mál­um. En for­senda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnu­markaðar nái sam­an um skyn­sam­leg­ar lausn­ir sín á milli. Ég er sann­færður um að ef all­ir leggj­ast á eitt er mögu­legt að ná hag­stæðri niður­stöðu þess­ara mála.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. janúar 2019.