Það er margsannað að hreyfing skiptir miklu máli þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Í 5. Kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: „Andleg og líkamleg vellíðan starfsmanna er mikilvæg forsenda góðrar vinnu …“.
Frjáls með Framsókn vilja á næsta kjörtímabili koma á heilsueflandi styrk fyrir starfsfólk Hveragerðisbæjar. Til að byrja með fælist styrkurinn í því að starfsmenn Hveragerðisbæjar fái frítt í sund í Sundlauginna Laugaskarð.
Það er hverju fyrirtæki gríðarlega mikilvægt að hafa góðan mannauð og forsenda þess að halda uppi faglegu og metnaðarfullu starfi. Til að hafa góðan mannauð er mikilvægt að starfsfólki líði vel í vinnunni. Í 3. kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: “Hveragerðisbær vill að starfsmenn fái notið hæfileika sinna í starfi.”
Við viljum einnig gera þá tilraun að stytta vinnuviku starfsfólks Hveragerðisbæjar um 3-4 klst. en það hefur reynst vel hjá Reykjavíkurborg. Það eykur starfsmannaánægju, bætt andleg og líkamleg líðan starfsmanna og veikindadögum. Þrátt fyrir styttri vinnutíma nær starfsfólkið að sinna verkefnum sínum til fulls. Þjónustan skerðist ekki við notendur.
Starfsmannastefna Hveragerðisbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í október 2012 í henni kemur fram að hana eigi að endurskoða á 4 ára fresti. Frjáls með Framsókn leggja til að á næsta kjörtímabili verði farið í endurskoðun á starfsmannastefnunni með velferð starfsmannsins í huga. Hveragerðisbær er stærsti vinnuveitandi bæjarins sýnum því gott fordæmi og leggjum áherslu á að skapa hér sérstaklega fjölskylduvænt starfsumhverfi.
Hlúum vel að starfsfólkinu okkar, sköpum hér góðan vettvang þar sem fólki líkar vel að vinna, sé metnaðarfullt í starfi og hafi svigrúm til að huga vel að heilsunni. Þannig tryggjum við góða þjónustu til íbúa.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
greinarhöfundur er æskulýðsfulltrúi og skipar
2. sæti listans Frjáls með Framsókn í Hveragerði.