Það er ánægjulegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands hafi hækkað hjá Fitch Ratings í A-flokk. Batnandi lánshæfi þýðir að traust á íslensku efnahagslífi er að aukast og að vaxtakostnaður fer lækkandi á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkunin kemur á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og er til marks um traust á núverandi stöðu.
Það eru einkum fjórir þættir sem matsfyrirtækið bendir á að hafi styrkt lánshæfið.
Í fyrsta lagi hefur viðskiptajöfnuður verið umtalsverður.
Í öðru lagi hefur raunhagvöxtur verið mikill á Íslandi eða að meðaltali 4,4% á árunum 2013-2017.
Í þriðja lagi hefur verðbólga verið stöðug og undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.
Í fjórða lagi hafa skuldir hins opinbera lækkað mikið og er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 45% af landsframleiðslu en þetta hlutfall var um 94% árið 2011. Þess ber þó að geta að vaxtakostnaður ríkissjóðs er enn of mikill eða um 60 milljarðar.
Hagþróunin hefur vissulega verið hagfelld á síðustu misserum. Þrátt fyrir þessi góðu skilyrði stendur hagkerfið líka frammi fyrir stórum áskorunum. Einkum þrennt stendur þar uppúr. Í fyrsta lagi þarf þróunin á vinnumarkaði að vera með þeim hætti að stöðugleiki ríki áfram.
Mikill verðbólguþrýstingur mun skaða allt hagkerfið og verður erfitt að vinda ofan af þróun sem mun leiða af sér víxlhækkun launa og verðlags. Í öðru lagi þurfa ríkisfjármálin að vera framsýn og ábyrg. Áframhaldandi skuldalækkun mun skila sér í auknu svigrúmi til handa samfélagslega mikilvægum verkefnum.
Í þriðja lagi er útflutningur á Íslandi viðkvæmur fyrir breytingum á viðskiptakjörum vegna skorts á fjölbreytni. Það er mikilvægt að opinber stefnumótun hafi það að markmiði sínu að skapa skilyrði til þess að auka fjölbreytileika útflutnings og draga þannig úr áhættu. Sóknartækifæri framtíðarinnar verða í nýsköpun og þróun, þar sem áhersla verður lögð á að auka virði íslenskrar framleiðslu. Til þess að auka hagsæld og velsæld á Íslandi þurfum við að fjárfesta í fjölbreyttu menntakerfi, sem undirbýr samfélagið okkar fyrir áskoranir tæknibyltingarinnar, ásamt því að vera besta áhættuvörn hagkerfisins.
Eitt meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar er að efla menntakerfið með hagsmuni alls samfélagsins að leiðarljósi.Það er ánægjulegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands hafi hækkað hjá Fitch Ratings í A-flokk. Batnandi lánshæfi þýðir að traust á íslensku efnahagslífi er að aukast og að vaxtakostnaður fer lækkandi á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkunin kemur á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og er til marks um traust á núverandi stöðu.
Það eru einkum fjórir þættir sem matsfyrirtækið bendir á að hafi styrkt lánshæfið.
Í fyrsta lagi hefur viðskiptajöfnuður verið umtalsverður.
Í öðru lagi hefur raunhagvöxtur verið mikill á Íslandi eða að meðaltali 4,4% á árunum 2013-2017.
Í þriðja lagi hefur verðbólga verið stöðug og undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.
Í fjórða lagi hafa skuldir hins opinbera lækkað mikið og er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 45% af landsframleiðslu en þetta hlutfall var um 94% árið 2011. Þess ber þó að geta að vaxtakostnaður ríkissjóðs er enn of mikill eða um 60 milljarðar.
Hagþróunin hefur vissulega verið hagfelld á síðustu misserum. Þrátt fyrir þessi góðu skilyrði stendur hagkerfið líka frammi fyrir stórum áskorunum. Einkum þrennt stendur þar uppúr. Í fyrsta lagi þarf þróunin á vinnumarkaði að vera með þeim hætti að stöðugleiki ríki áfram.
Mikill verðbólguþrýstingur mun skaða allt hagkerfið og verður erfitt að vinda ofan af þróun sem mun leiða af sér víxlhækkun launa og verðlags. Í öðru lagi þurfa ríkisfjármálin að vera framsýn og ábyrg. Áframhaldandi skuldalækkun mun skila sér í auknu svigrúmi til handa samfélagslega mikilvægum verkefnum.
Í þriðja lagi er útflutningur á Íslandi viðkvæmur fyrir breytingum á viðskiptakjörum vegna skorts á fjölbreytni. Það er mikilvægt að opinber stefnumótun hafi það að markmiði sínu að skapa skilyrði til þess að auka fjölbreytileika útflutnings og draga þannig úr áhættu. Sóknartækifæri framtíðarinnar verða í nýsköpun og þróun, þar sem áhersla verður lögð á að auka virði íslenskrar framleiðslu. Til þess að auka hagsæld og velsæld á Íslandi þurfum við að fjárfesta í fjölbreyttu menntakerfi, sem undirbýr samfélagið okkar fyrir áskoranir tæknibyltingarinnar, ásamt því að vera besta áhættuvörn hagkerfisins.
Eitt meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar er að efla menntakerfið með hagsmuni alls samfélagsins að leiðarljósi.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Greinin birtist í Morgunblaðinu, 11. desember 2017