Categories
Greinar

Börn í forgang

Deila grein

10/06/2020

Börn í forgang

Það var mjög ánægju­legt að fá ný­verið frétt­ir þess efn­is að rétt­indi barna séu hvergi bet­ur tryggð í heim­in­um en á Íslandi. Það er niðurstaða KidsRights index, sem er mæli­kv­arði á það hvernig aðild­ar­ríki Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna virða rétt­indi barna. Þetta er annað árið í röð sem Ísland verm­ir topp­sæti list­ans. Við verðum hins veg­ar að passa okk­ur á því að sofna ekki á verðinum held­ur halda áfram að hlúa að börn­um og um­hverfi þeirra. Til þess að halda áfram að vera efst á list­um af þess­um toga þurf­um við að vinna að því mark­visst.Við höf­um nú sett drög að stefnu um Barn­vænt Ísland, mark­vissa inn­leiðingu Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, í sam­ráðsgátt stjórn­valda þar sem al­menn­ing­ur get­ur komið á fram­færi ábend­ing­um og til­lög­um. Það er fagnaðarefni að geta kynnt þessi frum­varps­drög op­in­ber­lega. Ein ástæða þess að ég vildi verða barna­málaráðherra var að ég vildi gera stór­tæk­ar breyt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna og er stefn­an hluti af þeirri vinnu sem hef­ur farið fram und­an­far­in ár við að end­ur­skoða og efla þjón­ustu og stuðning við börn og fjöl­skyld­ur.

Við mót­un stefn­unn­ar var áhersla lögð á að hags­mun­ir barna yrðu ávallt hafðir í fyr­ir­rúmi og að við stefnu­mót­un í mála­flokkn­um væri mótuð heild­ar­sýn, sem tæki mið af sjón­ar­horni allra aðila sem koma að mál­efn­um barna og fjöl­skyldna, ekki síst barn­anna sjálfra.

Mark­mið stefn­unn­ar er að inn­leiða verklag og ferla sem tryggja jafn­ræði og mark­vissa þátt­töku barna og ung­menna inn­an stjórn­sýsl­unn­ar, aukið sam­starf milli op­in­berra aðila með vel­ferð barna að leiðarljósi, tryggja mark­visst verklag við hags­muna­mat út frá rétt­ind­um og vel­ferð barna, auk heild­stæðrar fram­kvæmd­ar rétt­inda barna. Smíðuð verður aðgerðaáætl­un þar sem til­lög­urn­ar verða út­færðar nán­ar, skýr rammi sett­ur utan um fram­kvæmd aðgerða, með tíma­sett­um, kostnaðarmetn­um og af­mörkuðum mark­miðum. Stefnt er að birt­ingu aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar und­ir árs­lok 2020.

Til­lög­urn­ar sem kynnt­ar eru í stefn­unni varða alla aðila er fara með stefnu­mót­un, fram­kvæmdaaðila þjón­ustu og aðra aðila sem taka ákv­arðanir er varða börn, hvort sem er inn­an ráðuneyta, stofn­ana eða sveit­ar­fé­laga.

Það er mikið fagnaðarefni að stefn­an um Barn­vænt Ísland sé nú kom­in í sam­ráðsgátt­ina. Stefn­an er mik­il­væg­ur áfangi í þeirri góðu vinnu sem nú er unn­in í mál­efn­um barna en við erum að gera mikl­ar breyt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna, þar sem mark­miðið er að gera Ísland að enn betri stað fyr­ir börn.

Stefn­an verður í sam­ráðsgátt stjórn­valda til og með 26. júní nk. og ég hvet alla til að kynna sér stefn­una, koma á fram­færi ábend­ing­um og til­lög­um og taka áfram þátt í að móta framtíðina fyr­ir börn­in okk­ar!

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2020.