Categories
Greinar

Dansað í hálfa öld

Deila grein

29/04/2023

Dansað í hálfa öld

Íslenski dans­flokk­ur­inn fagn­ar því í ár að 50 ár eru liðin frá stofn­un hans. Í hálfa öld hef­ur dans­flokk­ur­inn verið fram­sæk­inn nú­tíma­dans­flokk­ur skipaður úr­vals­döns­ur­um í hæsta gæðaflokki en um er að ræða lista­stofn­un á sviði sviðslista í eigu ís­lensku þjóðar­inn­ar. Hlut­verk hans er að sýna dans­verk, vera vett­vang­ur fyr­ir framþróun og ný­sköp­un danslist­ar á Íslandi og glæða áhuga lands­manna á danslist. Dans­flokk­ur­inn hef­ur unnið með mörg­um af fremstu dans­höf­und­um ver­ald­ar auk þess að leggja rækt við ís­lenska dans­sköp­un með því að setja á svið verk eft­ir ís­lenska dans­höf­unda. Verk­efna­val hans er fjöl­breytt og tryggt skal að á dag­skrá hvers starfs­árs séu ís­lensk dans­verk. Dans­flokk­ur­inn ferðast víða um heim með verk sín og held­ur fjöl­breytt­ar sýn­ing­ar á Íslandi og þá alla jafna í Borg­ar­leik­hús­inu sem hef­ur verið heim­ili flokks­ins síðan 1997. Ár ár­inu 2022 sýndi Íslenski dans­flokk­ur­inn 62 sýn­ing­ar, þar af 18 er­lend­is í 10 sýn­ing­ar­ferðum. Það er merki­leg­ur ár­ang­ur en dag­skrá af­mælis­árs­ins ber vel með sér þenn­an mikla þrótt sem býr í þess­um hálfr­ar aldr­ar gamla dans­flokki. Fjöl­breytni ræður ríkj­um í dag­skrá árs­ins, sem tek­ur mið af af­mælis­ár­inu þar sem saga dans­flokks­ins og dans­ins á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð er áber­andi.

Dans sem list­form gagn­rýn­ir og hvet­ur, hneyksl­ar og hríf­ur. Dans­ar­inn tekst á við all­ar vídd­ir mann­legr­ar til­vist­ar, dans er landa­mæra­laust afl sem get­ur hreyft við öll­um gerðum áhorf­enda, ung­um sem öldn­um. List­ræn fjöl­breytni og náin tengsl við gras­rót­ina eru mik­il­væg­ir þætt­ir fyr­ir dans­um­hverfið á Íslandi, sem er í stöðugri mót­un, og á síðustu árum hafa sýni­leiki dans­ins og vin­sæld­ir hans auk­ist til muna. Enda hef­ur Íslenski dans­flokk­ur­inn kapp­kostað að eiga í nánu sam­starfi við stofn­an­ir, fé­lög og aðra sem sinna danslist með list­ræn­an ávinn­ing og fjöl­breytni að mark­miði og lagt sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar með því að stuðla að listupp­eldi og fræðslu­starfi í sam­vinnu við mennta­stofn­an­ir og gera nem­end­um og al­menn­ingi kleift að kynna sér starf­semi dans­flokks­ins.

Á und­an­förn­um árum hafa verið stig­in mik­il­væg skref til þess að efla um­gjörð sviðslista á Íslandi. Árið 2019 voru fyrstu heild­ar­lög­in um sviðslist­ir sett hér á landi sem hafa það að mark­miði búa leik­list, danslist, óperu­flutn­ingi, brúðuleik og skyldri list­starf­semi hag­stæð skil­yrði. Á þeim grunni var meðal ann­ars sviðslistaráð sett á lagg­irn­ar og tók ný Sviðslistamiðstöð form­lega til starfa – en sam­bæri­leg­ar miðstöðvar hafa lengi verið starf­rækt­ar fyr­ir aðrar list­grein­ar. Með Sviðslistamiðstöð skap­ast fleiri sókn­ar­færi fyr­ir sviðslista­fólk inn­an­lands sem utan, meðal ann­ars með stuðningi í formi ráðgjaf­ar, tengslamynd­un­ar, kynn­ing­ar, miðlun­ar og út­flutn­ings. Sam­hliða þessu hafa fleiri hóp­um verið tryggðir kjara­samn­ing­ar og vinna við þarfagrein­ingu vegna óperu­starf­semi í land­inu sem hef­ur miðað vel áfram með það að mark­miði að setja á lagg­irn­ar þjóðaróperu. Sam­spil ólíkra sviðlista­greina skipt­ir máli, en þegar á fjal­irn­ar er komið hald­ast gjarn­an í hend­ur dans, tónlist, leik­ur og fleira. Allt of­an­talið eru atriði sem skipta máli í öfl­ugu menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar.

Það er ekki sjálfsagt að eiga jafn framúr­stefnu­leg­an dans­flokk og við eig­um hér á landi en hann hef­ur getið sér gott orð víða um heim und­ir styrkri hand­leiðslu Ernu Ómars­dótt­ur list­d­ans­stjóra og henn­ar teymi. Ég er stolt af þeirri frumsköp­un og fram­leiðslu á menn­ingu sem okk­ar frá­bæra lista­dans­fólk dríf­ur áfram. Stjórn­völd munu halda áfram að skapa menn­ingu í land­inu góð skil­yrði og styðja þannig við fjal­ir full­ar af lífi. Ég óska Íslenska dans­flokkn­um, starfs­fólki hans og unn­end­um til ham­ingju með 50 ára af­mælið og hvet fólk til þess að kynna sér þá metnaðarfullu dag­skrá sem hann hef­ur upp á að bjóða.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2023.