Categories
Greinar

Eflum menntun á landsbyggðinni

Deila grein

31/10/2019

Eflum menntun á landsbyggðinni

Mennt­un­ar­tæki­færi barna og ung­menna og aðgengi þeirra að íþrótta- og tóm­stund­a­starfi hef­ur áhrif á ákv­arðanir for­eldra um bú­ferla­flutn­inga frá smærri byggðarlög­um. Þetta sýna niður­stöður könn­un­ar Byggðastofn­un­ar sem í vor kannaði viðhorf íbúa í 56 byggðakjörn­um utan stærstu þétt­býl­isstaða lands­ins. Alls bár­ust svör frá rúm­lega 5.600 þátt­tak­end­um sem all­ir búa í byggðakjörn­um með færri en 2.000 íbúa.

Könn­un­in beind­ist meðal ann­ars að áform­um íbúa um framtíðarbú­setu. Þau sem höfðu í hyggju að flytja á brott á næstu 2-3 árum voru spurð um ástæður þeirra fyr­ir­ætl­ana og gátu svar­end­ur merkt við fleiri en eitt atriði. At­hygli vek­ur að fjöl­skyldu­fólk með börn und­ir 18 ára aldri merkti flest við val­mögu­leik­ann „Tæki­færi barns til mennt­un­ar“, eða 58% þeirra þátt­tak­enda. Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar leiða í ljós að mennta­sókn hef­ur áhrif á bú­ferla­flutn­inga mun fleiri aðila en þeirra ein­stak­linga sem ætla að sækja sér mennt­un. Mennta­tæki­færi hafa marg­feld­isáhrif, ekki síst fyr­ir smærri sam­fé­lög. Það er því mikið í húfi fyr­ir öll sveit­ar­fé­lög að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar.

Það fel­ast verðmæti í því fyr­ir okk­ur öll að landið allt sé í blóm­legri byggð og það er stefna þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar að lands­menn eigi að hafa jafn­an aðgang að þjón­ustu, at­vinnu­tæki­fær­um og lífs­kjör­um. Áhersl­ur í þeim efn­um má finna í byggðaáætl­un 2018-2024 en þar er meðal ann­ars fjallað um efl­ingu rann­sókna og vís­inda­starf­semi, hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni til há­skóla­náms og aukið sam­starf á sviði mennta-, heil­brigðis- og fé­lags­mála.

Það er mik­il­vægt að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við vilj­um tryggja öll­um börn­um og ung­menn­um slík tæki­færi og er það eitt leiðarljósa við gerð nýrr­ar mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. Mark­miðið er skýrt; ís­lenskt mennta­kerfi á að vera framúrsk­ar­andi og byggja und­ir sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins til langr­ar framtíðar. Síðasta vet­ur héld­um við 23 fræðslu- og umræðufundi um land allt, sem lið í mót­un nýju mennta­stefn­unn­ar, m.a. með full­trú­um sveit­ar­fé­laga og skóla­sam­fé­lags­ins. Tæp­lega 1.500 þátt­tak­end­ur mættu á fund­ina og sköpuðust þar góðar og gagn­rýn­ar umræður um mennta- og sam­fé­lags­mál. Niður­stöður þess­ara funda eru okk­ur dýr­mæt­ar í þeirri vinnu sem nú stend­ur yfir en af þeim má skýrt greina að vilji er til góðra verka og auk­ins sam­starfs um upp­bygg­ingu á sviði mennt­un­ar um allt land.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. október 2019.