Categories
Greinar

Endurreisn ferðaþjónustunnar

Deila grein

11/08/2022

Endurreisn ferðaþjónustunnar

Eft­ir tvö krefj­andi ár sök­um heims­far­ald­urs er ljóst er að end­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar er haf­in af full­um krafti. Útlit er fyr­ir að kom­ur er­lendra ferðamanna yfir árið fari fram úr bjart­sýn­ustu spám. Ferðamála­stofa áætl­ar að heild­ar­fjöldi ferðamanna árið 2022 verði um 1,6 millj­ón, sem er um 80% af heild­ar­fjölda árs­ins 2019.

Það er ánægju­legt að heyra fjöl­marg­ar fregn­ir um gott gengi ferðaþjón­ust­unn­ar en sum­arið hef­ur gengið vel í grein­inni og vís­bend­ing­ar eru um að helstu kenni­töl­ur verði svipaðar og árið 2019. Veru­leg­ur stíg­andi hef­ur verið í kom­um er­lendra ferðamanna það sem af er ári, einkum síðustu mánuði. Þannig benda bráðabirgðatöl­ur Isa­via fyr­ir júlí til þess að ákveðnum vendipunkti hafi verið náð í mánuðinum. Brott­far­ir ferðamanna hafi verið alls 233.834 eða 101% af heild­ar­fjöld­an­um sama mánuð árið 2019. Er það í fyrsta skipti sem við sjá­um fjölg­un ferðamanna þegar töl­ur eru born­ar sam­an við 2019! Þá stefn­ir í stærsta komu­ár skemmti­ferðaskipa hingað til.

Þessi auknu um­svif ferðaþjón­ust­unn­ar koma greini­lega fram í hag­töl­um. Gjald­eyr­is­inn­flæði vegna ferðaþjón­ustu, miðað við greiðslu­korta­veltu fyrstu 6 mánuði árs­ins, nam alls 692 millj­ón­um evra. Það er u.þ.b. fjór­föld­un miðað við fyrra ár og um 88% af heild­ar­velt­unni sama tíma­bil árið 2019, í evr­um talið. Þá er meðal­velta á hvern ferðamann tölu­vert meiri en fyr­ir far­ald­ur­inn, sem er fagnaðarefni. Það skipt­ir höfuðmáli fyr­ir ís­lenska hag­kerfið að út­flutn­ings­grein­um þess vegni vel. Ferðaþjón­ust­an legg­ur þar gríðarlega mikið af mörk­um en á skömm­um tíma get­ur hún skapað mikl­ar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið, eins og rakið er að ofan.

Þessi ár­ang­ur er staðfest­ing þess að tím­inn í heims­far­aldr­in­um hafi verið vel nýtt­ur, bæði hjá stjórn­völd­um sem og hjá ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­un­um og hörkudug­legu starfs­fólki þeirra. Lögð var áhersla á að styðja við fyr­ir­tæki í gegn­um far­ald­ur­inn og verja þannig mik­il­væga þekk­ingu fyr­ir­tækj­anna og þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi juku stjórn­völd veru­lega fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði í sam­göng­um og á ferðamanna­stöðum, svo þeir yrðu bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti fleiri gest­um á ný. Auk­in­held­ur ákvað rík­is­stjórn­in að verja háum fjár­hæðum í markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað, með markaðsverk­efn­inu ,,Sam­an í sókn‘{lsquo} í gegn­um all­an far­ald­ur­inn, þrátt fyr­ir litla eft­ir­spurn eft­ir ferðalög­um á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk­um mín­um sem ferðamálaráðherra var að verja 550 m. kr. í aukna markaðssetn­ingu til að tryggja enn kröft­ugri viðspyrnu ferðaþjón­ust­unn­ar.

Þær ákv­arðanir, sem tekn­ar eru hverju sinni, skipta framtíðina öllu máli. Með sam­stilltu átaki er okk­ur að tak­ast að end­ur­reisa ferðaþjón­ust­una eft­ir heims­far­ald­ur­inn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. ágúst 2022.