Categories
Greinar

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Deila grein

24/09/2021

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Sér­stök staða Íslands í rétt­inda­mál­um for­eldra til fæðing­ar­or­lofs hef­ur farið síbatn­andi í ár­anna rás og nú síðast á þessu ári. Ef litið er til sög­unn­ar þá hef­ur þró­un­in verið hæg. Þörf kvenna hér áður fyr­ir fæðing­ar

or­lof var há­vær og aðkallandi þegar kon­ur fjöl­menntu út á vinnu­markaðinn á ár­un­um 1970-1980.

Fyrsta fæðing­ar­or­lofið var veitt til 3ja mánaða en í tíð Ragn­hild­ar Helga­dótt­ur aþing­is­manns og ráðherra var það lengt í 5 mánuði og síðar í 6 mánuði og þá fyrst kallað fæðing­ar­or­lof í lög­um og feður nefnd­ir. En svo kom löng bið. Árið 2000 er svo merk­is­ár í þess­ari sögu og má þar þakka Fram­sókn og Páli Pét­urs­syni sér­stak­lega fyr­ir það merka og mik­il­væga skref sem þá var stigið með því að feður fengju fæðing­ar­or­lof og kon­ur lengra or­lof. Páll hef­ur minnst þess að víða er­lend­is var þetta svo merk­ur áfangi að hann var hyllt­ur af kon­um sem vildu fá eig­in­hand­arárit­un frá ráðherr­an­um sem þorði.

En hvaða áhrif hafði þessi mik­il­væga breyt­ing til framtíðar nú rúm­um tutt­ugu árum síðar. Gerðar hafa verið rann­sókn­ir og vil ég því gefa Ingólfi V. Gísla­syni dós­ent í fé­lags­fræði orðið en hann skrifaði um rann­sókn á veg­um HÍ um fram­gang og áhrif breyt­ing­ar­inn­ar:

„Á vor­dög­um 2000 samþykkti Alþingi mót­atkvæðalaust lög um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof. Í lög­un­um fólust nokkr­ar rót­tæk­ar breyt­ing­ar. Or­lofið var lengt í áföng­um úr þrem­ur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flat­ar og lág­ar voru nú 80% af laun­um. Sveigj­an­leiki var inn­leidd­ur þannig að mögu­legt var að vera í hluta­or­lofi og hluta­vinnu. Þrír mánuðir voru bundn­ir hvoru for­eldri en þrír voru skipt­an­leg­ir. Mark­mið lag­anna var ann­ars veg­ar að tryggja börn­um um­hyggju beggja for­eldra og hins veg­ar að auðvelda kon­um og körl­um samþætt­ingu fjöl­skyldu­lífs og at­vinnuþátt­töku. Nú stend­ur yfir heild­ar­end­ur­skoðun þess­ara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað.

Aug­ljós­asta breyt­ing­in er að 85-90% feðra taka or­lof til að vera með börn­um sín­um í stað 0,2-0,3% fyr­ir breyt­ing­una. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem ein­ung­is þeir geta nýtt. Það er í fullu sam­ræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum.

Um­hyggju barna er miklu jafn­ar skipt milli for­eldra en áður og ekki aðeins meðan á or­lofinu stend­ur. Byggt á mati for­eldra (mæðra) sjálfra var um­hyggju barna sem fædd­ust 1997, þrem­ur árum fyr­ir setn­ingu lag­anna, jafnt skipt í um 40% fjöl­skyldna þegar börn­in náðu þriggja ára aldri. Um­hyggju barna sem fædd­ust 2014 var jafnt skipt í 75% fjöl­skyldna þegar þau voru þriggja ára. Rann­sókn­ir á hinum Norður­lönd­un­um sýna það sama, feður sem nýta fæðing­ar­or­lof sitt eru virk­ari við umönn­un barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð.

Þetta hef­ur meðal ann­ars skilað sér í því að ís­lensk ung­menni meta sam­skipti sín við feður já­kvæðari en ung­menni 43ja sam­an­b­urðarlanda sam­kvæmt alþjóðlegu rann­sókn­inni Health and behavi­our in school-aged children. Það hef­ur ekki grafið und­an stöðu ís­lenskra mæðra, þær eru eft­ir sem áður með alþjóðlega for­ystu á þessu sviði.

Tvær ís­lensk­ar rann­sókn­ir hafa kom­ist að svipuðum niður­stöðum varðandi sam­spil fæðing­ar­or­lofs og skilnaða. Fæðing­ar­or­lof feðra dreg­ur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sam­eig­in­leg reynsla styrk­ir sam­bönd. Einnig þetta atriði er í fullu sam­ræmi við er­lend­ar rann­sókn­ir.

Þátt­taka feðra í umönn­un barna sinna frá upp­hafi veg­ferðar þeirra hef­ur sýnt sig hafa mik­il­væg­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn­in. Virkni feðranna dreg­ur úr hegðun­ar­vand­kvæðum hjá drengj­um og sál­fræðileg­um vanda stúlkna. Hún ýtir und­ir vits­muna­leg­an þroska, dreg­ur úr af­brot­um og styrk­ir stöðu fjöl­skyldna sem standa höll­um fæti, fé­lags­lega og efna­hags­lega.

Það er hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hef­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að jafna stöðu kynja á vinnu­markaði og í fjöl­skyldu­lífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, lík­lega hef­ur Alþingi held­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að styrkja sam­heldni fjöl­skyldna og bæta stöðu og lífs­ham­ingju ís­lenskra barna.“

Áhrif­in á stöðu kvenna á vinnu­markaði eru líka ótví­ræð. Áður var sagt við ráðum síður konu á barneign­ar­aldri en nú geng­ur það ekki því for­eldr­ar­ir eru jafn­ir.

Tíma­lengd fæðing­ar­or­lofs ræðst af því á hvaða ári barn er fætt, frumætt­leitt eða tekið í var­an­legt fóst­ur. Tíma­lengd árs­ins 2021 er alls 12 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 6 mánuðum og eru 6 vik­ur fram­selj­an­leg­ar. Tíma­lengd árs­ins 2020 er alls 10 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 4 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 2 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér. Tíma­lengd árs­ins 2019 er 9 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 3 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 3 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér.

Þess­ir áfang­ar hafa orðið í fé­lags­málaráðuneyt­inu í tíð Fram­sókn­ar. Bið aðra að reyna ekki að eigna sér málið.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skip­ar 3 sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2021.