Categories
Greinar

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Deila grein

24/09/2021

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Sér­stök staða Íslands í rétt­inda­mál­um for­eldra til fæðing­ar­or­lofs hef­ur farið síbatn­andi í ár­anna rás og nú síðast á þessu ári. Ef litið er til sög­unn­ar þá hef­ur þró­un­in verið hæg. Þörf kvenna hér áður fyr­ir fæðing­ar

or­lof var há­vær og aðkallandi þegar kon­ur fjöl­menntu út á vinnu­markaðinn á ár­un­um 1970-1980.

Fyrsta fæðing­ar­or­lofið var veitt til 3ja mánaða en í tíð Ragn­hild­ar Helga­dótt­ur aþing­is­manns og ráðherra var það lengt í 5 mánuði og síðar í 6 mánuði og þá fyrst kallað fæðing­ar­or­lof í lög­um og feður nefnd­ir. En svo kom löng bið. Árið 2000 er svo merk­is­ár í þess­ari sögu og má þar þakka Fram­sókn og Páli Pét­urs­syni sér­stak­lega fyr­ir það merka og mik­il­væga skref sem þá var stigið með því að feður fengju fæðing­ar­or­lof og kon­ur lengra or­lof. Páll hef­ur minnst þess að víða er­lend­is var þetta svo merk­ur áfangi að hann var hyllt­ur af kon­um sem vildu fá eig­in­hand­arárit­un frá ráðherr­an­um sem þorði.

En hvaða áhrif hafði þessi mik­il­væga breyt­ing til framtíðar nú rúm­um tutt­ugu árum síðar. Gerðar hafa verið rann­sókn­ir og vil ég því gefa Ingólfi V. Gísla­syni dós­ent í fé­lags­fræði orðið en hann skrifaði um rann­sókn á veg­um HÍ um fram­gang og áhrif breyt­ing­ar­inn­ar:

„Á vor­dög­um 2000 samþykkti Alþingi mót­atkvæðalaust lög um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof. Í lög­un­um fólust nokkr­ar rót­tæk­ar breyt­ing­ar. Or­lofið var lengt í áföng­um úr þrem­ur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flat­ar og lág­ar voru nú 80% af laun­um. Sveigj­an­leiki var inn­leidd­ur þannig að mögu­legt var að vera í hluta­or­lofi og hluta­vinnu. Þrír mánuðir voru bundn­ir hvoru for­eldri en þrír voru skipt­an­leg­ir. Mark­mið lag­anna var ann­ars veg­ar að tryggja börn­um um­hyggju beggja for­eldra og hins veg­ar að auðvelda kon­um og körl­um samþætt­ingu fjöl­skyldu­lífs og at­vinnuþátt­töku. Nú stend­ur yfir heild­ar­end­ur­skoðun þess­ara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað.

Aug­ljós­asta breyt­ing­in er að 85-90% feðra taka or­lof til að vera með börn­um sín­um í stað 0,2-0,3% fyr­ir breyt­ing­una. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem ein­ung­is þeir geta nýtt. Það er í fullu sam­ræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum.

Um­hyggju barna er miklu jafn­ar skipt milli for­eldra en áður og ekki aðeins meðan á or­lofinu stend­ur. Byggt á mati for­eldra (mæðra) sjálfra var um­hyggju barna sem fædd­ust 1997, þrem­ur árum fyr­ir setn­ingu lag­anna, jafnt skipt í um 40% fjöl­skyldna þegar börn­in náðu þriggja ára aldri. Um­hyggju barna sem fædd­ust 2014 var jafnt skipt í 75% fjöl­skyldna þegar þau voru þriggja ára. Rann­sókn­ir á hinum Norður­lönd­un­um sýna það sama, feður sem nýta fæðing­ar­or­lof sitt eru virk­ari við umönn­un barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð.

Þetta hef­ur meðal ann­ars skilað sér í því að ís­lensk ung­menni meta sam­skipti sín við feður já­kvæðari en ung­menni 43ja sam­an­b­urðarlanda sam­kvæmt alþjóðlegu rann­sókn­inni Health and behavi­our in school-aged children. Það hef­ur ekki grafið und­an stöðu ís­lenskra mæðra, þær eru eft­ir sem áður með alþjóðlega for­ystu á þessu sviði.

Tvær ís­lensk­ar rann­sókn­ir hafa kom­ist að svipuðum niður­stöðum varðandi sam­spil fæðing­ar­or­lofs og skilnaða. Fæðing­ar­or­lof feðra dreg­ur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sam­eig­in­leg reynsla styrk­ir sam­bönd. Einnig þetta atriði er í fullu sam­ræmi við er­lend­ar rann­sókn­ir.

Þátt­taka feðra í umönn­un barna sinna frá upp­hafi veg­ferðar þeirra hef­ur sýnt sig hafa mik­il­væg­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn­in. Virkni feðranna dreg­ur úr hegðun­ar­vand­kvæðum hjá drengj­um og sál­fræðileg­um vanda stúlkna. Hún ýtir und­ir vits­muna­leg­an þroska, dreg­ur úr af­brot­um og styrk­ir stöðu fjöl­skyldna sem standa höll­um fæti, fé­lags­lega og efna­hags­lega.

Það er hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hef­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að jafna stöðu kynja á vinnu­markaði og í fjöl­skyldu­lífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, lík­lega hef­ur Alþingi held­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að styrkja sam­heldni fjöl­skyldna og bæta stöðu og lífs­ham­ingju ís­lenskra barna.“

Áhrif­in á stöðu kvenna á vinnu­markaði eru líka ótví­ræð. Áður var sagt við ráðum síður konu á barneign­ar­aldri en nú geng­ur það ekki því for­eldr­ar­ir eru jafn­ir.

Tíma­lengd fæðing­ar­or­lofs ræðst af því á hvaða ári barn er fætt, frumætt­leitt eða tekið í var­an­legt fóst­ur. Tíma­lengd árs­ins 2021 er alls 12 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 6 mánuðum og eru 6 vik­ur fram­selj­an­leg­ar. Tíma­lengd árs­ins 2020 er alls 10 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 4 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 2 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér. Tíma­lengd árs­ins 2019 er 9 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 3 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 3 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér.

Þess­ir áfang­ar hafa orðið í fé­lags­málaráðuneyt­inu í tíð Fram­sókn­ar. Bið aðra að reyna ekki að eigna sér málið.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skip­ar 3 sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2021.

Categories
Greinar

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Deila grein

23/09/2021

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Það er þroska­ferli að eld­ast, ferli þar sem marg­ir upp­lifa auk­inn tíma til að sinna áhuga­mál­um og því sem skipt­ir hvern og einn mestu máli í líf­inu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur þetta ferli og ævi­skeið eldra fólks lengst svo um mun­ar og ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar tekið mikl­um breyt­ing­um. Þessi þróun fel­ur í sér stór­ar áskor­an­ir fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, áskor­an­ir sem nauðsyn­legt að bregðast við.

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Betty Fried­an sagði eitt sinn að það að eld­ast ætti að vera æv­in­týri, ekki vanda­mál. Því miður er allt of al­gengt að litið sé á hækk­andi ald­ur þjóðar­inn­ar og aukna þörf eft­ir þjón­ustu­úr­ræðum fyr­ir eldra fólk sem vanda­mál. Birt­ist þetta ekki síst því að mála­flokkn­um hef­ur ekki verið for­gangsraðað hingað til og að framtíðar­sýn og heild­ar­stefnu í mál­efn­um eldra fólk hef­ur skort. Af­leiðing þessa er lífs­gæðaskerðing eldra fólks, aukið álag á aðstand­end­ur, minni starfs­geta en til­efni er til og svo fram­veg­is. Þörf er fyr­ir aukna fjöl­breytni og öfl­ugri þjón­ustu sem ger­ir eldra fólki kleift að búa sem lengst á eig­in heim­ili með reisn og veit­ir því mögu­leika á að upp­lifa þau æv­in­týri sem það kýs.

Staðan í mála­flokki eldra fólks kall­ar á stór­tæk­ar breyt­ing­ar. Nauðsyn­legt er að skoða þau þjón­ustu­kerfi og úrræði sem standa til boða, sam­spil þeirra og samþætt­ingu og ábyrgð ólíkra aðila. Hér duga eng­in vett­linga­tök, þörf er fyr­ir aðgerðir og kerf­is­breyt­ing­ar byggðar á sama grunni og unn­ar voru í mál­efn­um barna á líðandi kjör­tíma­bili af Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra. Ásmundi Ein­ari hef ég kynnst í gegn­um störf mín hjá Lands­sam­bandi eldri borg­ara og hef séð hvernig hann tækl­ar verk­efn­in af krafti og af heil­ind­um. Ég treysti hon­um því full­kom­lega til að leiða þessa vinnu og hlakka til að taka slag­inn með hon­um.

Brjót­um upp kerfi – fjár­fest­um í fólki!

Á kom­andi kjör­tíma­bili legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áherslu á að ráðist verði í end­ur­skipu­lagn­ingu á mála­flokkn­um út frá grunn­gild­um ald­ur­svæns sam­fé­lags, samþætt­ingu og per­sónumiðaðri þjón­ustu. Við leggj­um áherslu á að út­rýma „grá­um svæðum“ í þjón­ustu við eldra fólk og að öll þjón­usta bygg­ist á fag­legu mati á ein­stak­lings­bund­inni þörf. Við ætl­um okk­ur að samþætta þjón­ustu í heima­hús, þátt­töku og virkni aldraðra sam­hliða þess sem við ætl­um okk­ur að efla lýðheilsu og for­varn­ir. Við ætl­um okk­ur að tryggja heild­stæðari end­ur­hæf­ingu og auk­inn sveigj­an­leika í þjón­ustu, má þar til dæm­is nefna dagþjálf­un.

Við ætl­um að gera stór­átak í upp­bygg­ingu heim­il­is­hjálp­ar, heima­hjúkr­un­ar og dagþjálf­un­ar­rýma. Þörf er fyr­ir að bæta og fjölga end­ur­hæf­ingar­úr­ræðum og skapa fjöl­breytt­ari þjón­ustu sem styður eldra fólk til að búa heima hjá sér sem lengst, en með því móti að það haldi sjálf­stæði sínu, reisn og virðingu. Sam­hliða þessu er mik­il­vægt að skoða þeim tæki­fær­um sem fel­ast í betri nýt­ingu fjöl­breyttr­ar vel­ferðar­tækni.

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við enn frem­ur að sam­ræma upp­lýs­inga­kerfi og byggja upp öfl­uga upp­lýs­ingagátt. Með henni verður miðlæg gátt fyr­ir um­sókn­ir um þjón­ustu hins op­in­bera inn­leidd. Not­end­ur munu þannig ekki þurfa að sækja um þjón­ustu á mörg­um stöðum held­ur gegn­um eina þjón­ustugátt og gegn­um hana fengi viðkom­andi viðeig­andi þjón­ustu á hverj­um tíma.

Lífs­kjör eldra fólks

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við í Fram­sókn að beita okk­ur fyr­ir að hækka al­menna frí­tekju­markið í skref­um. Við vilj­um mæta þeim verst stöddu og horf­um þar sér­stak­lega til hús­næðismála en flest­ir þeir sem búa við bág kjör búa í mjög skuld­settu hús­næði eða greiða háa leigu.

Við vilj­um sam­ræma um­sóknagátt al­mennra og sér­stakra hús­næðis­bóta. Fram­sókn vill að farið verði í heild­ar­end­ur­skoðun á hús­næðismál­um með það að leiðarljósi að finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu, ásamt því að af­nema frí­tekju­mark at­vinnu­tekna og end­ur­skoða lög um starfs­lok rík­is­starfs­manna. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur sýnt að hann get­ur og vill koma í gegn stór­um kerf­is­breyt­ing­um. Sam­an ætl­um við að um­bylta mál­efn­um eldra fólks og fjár­festa í fólki. Við erum nefni­lega rétt að byrja.

Ásmundur Einar Daðason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ar skipa fyrsta og þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

eldra­folk@fram­sokn.is

Categories
Greinar

Leyfum eldra fólki að vinna

Deila grein

13/09/2021

Leyfum eldra fólki að vinna

Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins.

Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna

Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd.

Framsókn vill afnema skerðingar

Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar.

Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna!

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður

Aðalsteinn Haukur Sverrirsson, situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður

Greinin birtist fyrst á visir.is 13. september 2021.

Categories
Greinar

Umhverfismál snerta eldra fólk líka

Deila grein

11/09/2021

Umhverfismál snerta eldra fólk líka

Fram­sókn er, og vill vera, grænn flokk­ur og það krefst stefnu í um­hverf­is­mál­um í víðum skiln­ingi. Marg­ir halda að við sem erum í eldri kant­in­um séum ekki nægj­an­lega um­hverf­is­sinnuð. Ég tel að það sé hinn mesti mis­skiln­ing­ur. Ég tel að við vinn­um dag­lega að um­hverf­is­mál­um með flokk­un á öllu sem hægt er að flokka og því að huga að ná­grenni okk­ar og rækta garðinn okk­ar, hafi fólk garð.

En hvað get­um við gert enn frek­ar? For­dæmið sem hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur gefið okk­ur er að fara út og plokka. Þess er þörf mest­allt árið. Þessa iðju gera marg­ir að dag­leg­um göngu­túr og hafa verk for­set­ans verið hvatn­ing fyr­ir alla að taka upp sömu hætti. Leið eldra fólks ligg­ur við hlið yngra fólks í kyn­slóðasátt­mála um að vernda um­hverfið á all­an hátt.

Fram­sókn er í for­ystu um land­vernd. Á síðastliðnu ári náðist t.d. fjölda­hreyf­ing í að safna birki­fræi og skila inn, en það að sá birki­fræi get­ur verið mjög ár­ang­urs­ríkt sem ný skóg­rækt. Það má m.a. sjá þar sem birki­fræ hef­ur fokið í mela og móa. Þar spír­ar fræið og gef­ur af sér ný tré.

Við þurf­um líka öll að venja okk­ur á að hafa vist­væna burðarpoka með okk­ur við inn­kaup. Fram und­an í mörg­um sveit­ar­fé­lög­um er svo að gera flokk­un enn aðgengi­legri og sam­ræmd­ari. Það á að vera krafa til stjórn­mála­manna að beita sér fyr­ir því að allt megi flokka og helst end­ur­vinna. Á landi eins og Íslandi með sína tæru læki og ár þarf sú hugs­un að vera í fyr­ir­rúmi meðal okk­ar allra að virða nátt­úr­una svo af­kom­end­ur okk­ar fái notið henn­ar.

Vist­væn orka hófst með litl­um raf­stöðvum við bæj­ar­læk­inn. Nú þarf að finna fleiri lausn­ir fyr­ir nú­tím­ann, svo sem sól­ar­sell­ur, sem eru t.d. að ryðja sér til rúms í Þýskalandi þar sem bænd­ur leigja út akra fyr­ir sól­ar­sell­ur sem tappa svo af inn á kerf­in. Vind­myll­ur þarf einnig að skoða, en um þær er auðvitað ekki full sátt.

Fram­sókn legg­ur áherslu á vist­væn­ar lausn­ir. Í Dan­mörku og Hollandi er þær víða að finna og gera þær gæfumun­inn hvað varðar fram­leiðslu raf­magns. Mörg stór­fyr­ir­tæki í Evr­ópu eru orðin mjög vist­væn og stór­ar versl­an­ir ganga fram með góðu for­dæmi um vist­væn­ar umbúðir.

Fram­sókn legg­ur megin­á­herslu á að við rækt­um sem mest sjálf og verðum sjálf­bær s.s. í græn­meti, korni og fleiri teg­und­um. Íslensk nær­andi matarol­ía frá Sand­hóli er ein snilld­in sem og vör­ur Valla­nes­bús­ins und­ir merkj­um Móður jarðar. Alls kon­ar heima­gerðar afurðir má finna um allt land og þeir sem hyggj­ast reyna sig við að skapa nýj­ar vör­ur geta fengið aðstoð hjá þró­un­ar­setr­um.

Sjálf­bærni á mörg­um sviðum er hugs­un unga fólks­ins sem við, eldra fólkið, styðjum heils hug­ar. Við í Fram­sókn verðum sterk rödd í um­hverf­is­mál­um framtíðar­inn­ar.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ur er í 3. sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður og skóg­ar­bóndi. basend­i6@sim­net.is