Categories
Greinar

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Deila grein

23/09/2021

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Það er þroska­ferli að eld­ast, ferli þar sem marg­ir upp­lifa auk­inn tíma til að sinna áhuga­mál­um og því sem skipt­ir hvern og einn mestu máli í líf­inu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur þetta ferli og ævi­skeið eldra fólks lengst svo um mun­ar og ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar tekið mikl­um breyt­ing­um. Þessi þróun fel­ur í sér stór­ar áskor­an­ir fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, áskor­an­ir sem nauðsyn­legt að bregðast við.

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Betty Fried­an sagði eitt sinn að það að eld­ast ætti að vera æv­in­týri, ekki vanda­mál. Því miður er allt of al­gengt að litið sé á hækk­andi ald­ur þjóðar­inn­ar og aukna þörf eft­ir þjón­ustu­úr­ræðum fyr­ir eldra fólk sem vanda­mál. Birt­ist þetta ekki síst því að mála­flokkn­um hef­ur ekki verið for­gangsraðað hingað til og að framtíðar­sýn og heild­ar­stefnu í mál­efn­um eldra fólk hef­ur skort. Af­leiðing þessa er lífs­gæðaskerðing eldra fólks, aukið álag á aðstand­end­ur, minni starfs­geta en til­efni er til og svo fram­veg­is. Þörf er fyr­ir aukna fjöl­breytni og öfl­ugri þjón­ustu sem ger­ir eldra fólki kleift að búa sem lengst á eig­in heim­ili með reisn og veit­ir því mögu­leika á að upp­lifa þau æv­in­týri sem það kýs.

Staðan í mála­flokki eldra fólks kall­ar á stór­tæk­ar breyt­ing­ar. Nauðsyn­legt er að skoða þau þjón­ustu­kerfi og úrræði sem standa til boða, sam­spil þeirra og samþætt­ingu og ábyrgð ólíkra aðila. Hér duga eng­in vett­linga­tök, þörf er fyr­ir aðgerðir og kerf­is­breyt­ing­ar byggðar á sama grunni og unn­ar voru í mál­efn­um barna á líðandi kjör­tíma­bili af Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra. Ásmundi Ein­ari hef ég kynnst í gegn­um störf mín hjá Lands­sam­bandi eldri borg­ara og hef séð hvernig hann tækl­ar verk­efn­in af krafti og af heil­ind­um. Ég treysti hon­um því full­kom­lega til að leiða þessa vinnu og hlakka til að taka slag­inn með hon­um.

Brjót­um upp kerfi – fjár­fest­um í fólki!

Á kom­andi kjör­tíma­bili legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áherslu á að ráðist verði í end­ur­skipu­lagn­ingu á mála­flokkn­um út frá grunn­gild­um ald­ur­svæns sam­fé­lags, samþætt­ingu og per­sónumiðaðri þjón­ustu. Við leggj­um áherslu á að út­rýma „grá­um svæðum“ í þjón­ustu við eldra fólk og að öll þjón­usta bygg­ist á fag­legu mati á ein­stak­lings­bund­inni þörf. Við ætl­um okk­ur að samþætta þjón­ustu í heima­hús, þátt­töku og virkni aldraðra sam­hliða þess sem við ætl­um okk­ur að efla lýðheilsu og for­varn­ir. Við ætl­um okk­ur að tryggja heild­stæðari end­ur­hæf­ingu og auk­inn sveigj­an­leika í þjón­ustu, má þar til dæm­is nefna dagþjálf­un.

Við ætl­um að gera stór­átak í upp­bygg­ingu heim­il­is­hjálp­ar, heima­hjúkr­un­ar og dagþjálf­un­ar­rýma. Þörf er fyr­ir að bæta og fjölga end­ur­hæf­ingar­úr­ræðum og skapa fjöl­breytt­ari þjón­ustu sem styður eldra fólk til að búa heima hjá sér sem lengst, en með því móti að það haldi sjálf­stæði sínu, reisn og virðingu. Sam­hliða þessu er mik­il­vægt að skoða þeim tæki­fær­um sem fel­ast í betri nýt­ingu fjöl­breyttr­ar vel­ferðar­tækni.

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við enn frem­ur að sam­ræma upp­lýs­inga­kerfi og byggja upp öfl­uga upp­lýs­ingagátt. Með henni verður miðlæg gátt fyr­ir um­sókn­ir um þjón­ustu hins op­in­bera inn­leidd. Not­end­ur munu þannig ekki þurfa að sækja um þjón­ustu á mörg­um stöðum held­ur gegn­um eina þjón­ustugátt og gegn­um hana fengi viðkom­andi viðeig­andi þjón­ustu á hverj­um tíma.

Lífs­kjör eldra fólks

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við í Fram­sókn að beita okk­ur fyr­ir að hækka al­menna frí­tekju­markið í skref­um. Við vilj­um mæta þeim verst stöddu og horf­um þar sér­stak­lega til hús­næðismála en flest­ir þeir sem búa við bág kjör búa í mjög skuld­settu hús­næði eða greiða háa leigu.

Við vilj­um sam­ræma um­sóknagátt al­mennra og sér­stakra hús­næðis­bóta. Fram­sókn vill að farið verði í heild­ar­end­ur­skoðun á hús­næðismál­um með það að leiðarljósi að finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu, ásamt því að af­nema frí­tekju­mark at­vinnu­tekna og end­ur­skoða lög um starfs­lok rík­is­starfs­manna. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur sýnt að hann get­ur og vill koma í gegn stór­um kerf­is­breyt­ing­um. Sam­an ætl­um við að um­bylta mál­efn­um eldra fólks og fjár­festa í fólki. Við erum nefni­lega rétt að byrja.

Ásmundur Einar Daðason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ar skipa fyrsta og þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

eldra­folk@fram­sokn.is