Categories
Greinar

Ferðaþjónustan færir björg í bú

Deila grein

22/12/2024

Ferðaþjónustan færir björg í bú

Ferðaþjón­ust­an hef­ur vaxið á til­tölu­lega stutt­um tíma úr því að vera er lít­ill at­vinnu­veg­ur yfir í það að vera einn af horn­stein­um hag­kerf­is­ins og gætt landið allt lífi. Hún hef­ur veitt fjöl­mörg tæki­færi til at­vinnuþró­un­ar, menn­ing­ar­legr­ar teng­ing­ar og innviðaupp­bygg­ing­ar víða um landið. Í raun er hægt að segja að ferðaþjón­ust­an hafi sumstaðar umbreytt byggðum lands­ins til hins betra og tryggt ákveðna byggðafestu Þannig hef­ur fjöl­breytni at­vinnu og þjón­ustu, frá hót­el­um og veit­inga­stöðum til afþrey­ing­ar og leiðsögu­ferða, auk­ist veru­lega sem nýt­ist heima­mönn­um jafnt sem ferðamönn­um.

Það er ánægju­legt að geta deilt óend­an­legri feg­urð lands­ins með er­lend­um gest­um. Nátt­úruperl­ur á borð við Jök­uls­ár­lón, Mý­vatn, Snæ­fells­nes og Vest­f­irði draga að sér fjölda gesta sem leita eft­ir ein­stakri upp­lif­un í nátt­úr­unni. Fjár­fest­ing­ar í innviðum, svo sem vega­gerð, flug­völl­um, áfanga­stöðum og merk­ing­um, hafa gert aðgengi að áfanga­stöðum auðveld­ara og ör­ugg­ara, meðan stuðlað er að dreif­ingu ferðamanna um landið, en auk­in dreif­ing ferðamanna og leng­ing ferðatíma­bils­ins er stórt hags­muna­mál fyr­ir at­vinnu­grein­ina hring­inn í kring­um landið. Með auk­inni dreif­ingu nýt­ast innviðir lengri part úr ár­inu og skapa þannig sterk­ari grunn til þess að fjár­festa enn frek­ar.

Mik­il­væg­asta þró­un­in sem stuðlað hef­ur að vexti ferðaþjón­ustu á lands­byggðinni er aukn­ing á milli­landa­flugi til flug­valla utan Reykja­vík­ur. Það hef­ur verið uppörv­andi að fylgj­ast með frá­far­andi ferðamálaráðherra Lilju Al­freðsdótt­ur leggja ríka áherslu á að styðja við upp­bygg­ingu milli­landa­flugs í gegn­um alþjóðaflug­vell­ina á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum. Nú er svo komið að flug­fé­lagið Ea­syjet býður nú upp á beint flug að vetr­ar­lagi til Ak­ur­eyr­ar frá London og Manchester í Bretlandi – og hef­ur gang­ur­inn í flug­inu verið góður. Ég bind einnig von­ir við að ár­ang­ur ná­ist í upp­bygg­ingu milli­landa­flugs til Eg­ilsstaða á næstu árum. Það tek­ur tíma að byggja upp flug­leiðir sem þess­ar og því er mik­il­vægt að stjórn­völd sýni út­hald og haldi áfram að styðja við upp­bygg­ingu milli­landa­flugs á lands­byggðinni, meðal ann­ars í gegn­um Flugþró­un­ar­sjóð.

Í nýrri ferðamála­stefnu til árs­ins 2030, sem mik­il og góð vinna hef­ur verið lögð í, er ein­mitt lögð áhersla á dreif­ingu ferðamanna um landið. Það er brýnt að ný rík­is­stjórn slökkvi ekki á því leiðarljósi með því að stinga stefn­unni ofan í skúffu, enda er um að ræða tíma­mótaplagg fyr­ir einn helsta at­vinnu­veg þjóðar­inn­ar. Það þarf að halda áfram að styrkja um­gjörð grein­ar­inn­ar og tryggja sam­keppn­is­hæfni henn­ar. Þannig mun hún halda áfram að skapa verðmæti um allt land.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. desember 2024.