Categories
Greinar

Fjármagn tryggt í menntakerfið

Deila grein

29/06/2020

Fjármagn tryggt í menntakerfið

Þúsund­ir náms­manna eru að út­skrif­ast þessa dag­ana og horfa með björt­um aug­um til framtíðar. Ísland er eitt fárra ríkja í ver­öld­inni þar sem nem­end­ur höfðu greitt aðgengi að mennt­un í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Staða skól­anna var mis­jöfn en all­ir kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur lögðu mikla vinnu á sig svo að nem­end­ur þeirra fengju fram­gang í námi. Hug­ar­farið hjá okk­ar skóla­fólki hef­ur verið stór­kost­legt. Víða ann­ars staðar í ver­öld­inni hafa skól­ar ekki enn verið opnaðir, og ekki gert ráð yfir því fyrr en jafn­vel í haust. Gæðin sem liggja í ís­lensku mennta­kerfi eru mik­il og styrk­ur­inn kom svo sann­ar­lega fram í vor.

Verk­efnið framund­an er af tvenn­um toga. Ann­ars veg­ar þarf mennta­kerfið að geta tekið á móti þeim mikla áhuga sem er á mennt­un og hins veg­ar þarf að skapa ný tæki­færi fyr­ir þá sem eru án at­vinnu.

Mik­il aðsókn er í nám í haust og ákvað rík­is­stjórn­in að fram­halds­skól­um og há­skól­um yrði tryggt nægt fjár­magn til að mæta eft­ir­spurn­inni. Fjár­veit­ing­ar verða nán­ar út­færðar þegar fjárþörf skól­anna ligg­ur end­an­lega fyr­ir. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir fjölg­un nem­enda á fram­halds­skóla­stigi um allt að 2.000 og um 1.500 á há­skóla­stigi. Um­sókn­um um há­skóla­vist fjölg­ar um 23% milli ára og mik­il aðsókn er í fjöl­breytt starfs- og iðnnám fram­halds­skól­anna. Inn­rit­un ný­nema yngri en 18 ára í fram­halds­skóla hef­ur gengið vel. Aðsókn eldri nema er mest í fjöl­breytt starfs­nám fram­halds­skól­anna og unnið er að þeirri inn­rit­un í sam­vinnu við Mennta­mála­stofn­un. Gangi spár eft­ir gæti nem­end­um á fram­halds­skóla­stigi fjölgað um allt að 10%. Und­ir­bún­ing­ur hófst strax í byrj­un mars og það er lofs­vert hversu vel stjórn­end­ur og kenn­ar­ar í mennta­kerf­inu hafa brugðist við.

Sam­hæf­ing­ar­hóp­ur um at­vinnu- og mennta­úr­ræði vinn­ur hörðum hönd­um að því að styrkja stöðu þeirra sem eru án at­vinnu. Eitt brýn­asta sam­fé­lags­verk­efni sem við eig­um nú fyr­ir hönd­um er að styrkja þenn­an hóp og búa til ný tæki­færi. Öllu verður tjaldað til svo að staðan verði skamm­vinn. Sam­fé­lög­um ber siðferðis­leg skylda til að móta stefnu sem get­ur tekið á at­vinnu­leysi. Leggja stjórn­völd því mikla áherslu á að auka færni á ís­lensk­um vinnu­markaði ásamt því að lág­marka fé­lags- og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar COVID-19-far­ald­urs­ins. Þar er mennt­un eitt mik­il­væg­asta tækið og því hef­ur sjald­an verið nauðsyn­legra en nú að tryggja aðgengi að mennt­un.

Staða Íslands var sterk þegar heims­far­ald­ur­inn skall á og því hvíl­ir enn frek­ari skylda á stjórn­völd­um að horfa fram á við og fjár­festa í framtíðinni. Kjarni máls­ins er að vita hvaða leiðir skila ár­angri, sem efla ís­lenskt sam­fé­lag til langs tíma. Brýnt er að tæki­færi framtíðar­inn­ar séu til staðar og unnið verður dag og nótt til að tryggja sem mesta verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu okk­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2020.