Categories
Greinar

Framsækið fjárlagafrumvarp 2020

Deila grein

14/09/2019

Framsækið fjárlagafrumvarp 2020

Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur gengið vel að sækja fram á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins og í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 birt­ist glögg­lega áfram­hald­andi sókn í þá veru. Í frum­varp­inu birt­ist enn frek­ari fram­sókn í þágu mennta-, vís­inda-, menn­ing­ar-, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsmá­la í land­inu sem er í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Heild­ar­fram­lög mál­efna­sviðanna eru kom­in í 115 millj­arða. Til sam­an­b­urðar námu heild­ar­fram­lög­in tæp­um 98 millj­örðum króna árið 2017 og er því um að ræða nafn­verðshækk­un upp á 17,5% eða 17 millj­arða króna á þrem­ur árum!

Vel fjár­magnaðir fram­halds­skól­ar

Fram­lög á hvern fram­halds­skóla­nem­enda í fullu námi hækka úr 1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr. árið 2020. Fram­lög til fram­halds­skóla hafa hækkað um­tals­vert und­an­far­in ár en sú hækk­un mun halda sér sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2020-2024. Árið 2020 munu heild­ar­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins nema 36,3 millj­örðum kr. sem er aukn­ing um 6 millj­arða frá ár­inu 2017. Aukn­ir fjár­mun­ir sem runnið hafa til skól­anna að und­an­förnu gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frek­ar, meðal ann­ars með því að bæta náms­fram­boð, styrkja stoðþjón­ustu og end­ur­nýja búnað og kennslu­tæki.

Starfs­nám í for­gangi

Meðal áherslu­verk­efna á ár­inu 2020 er að efla starfs­nám. For­gangsraðað er í þágu þess í nýju reiknilíkani fram­halds­skól­anna á kom­andi ári. Þá verður unnið að til­lögu um fram­kvæmd þings­álykt­un­ar um aðgengi að sta­f­ræn­um smiðjum og farið í mat á end­ur­skipu­lagn­ingu náms­tíma til stúd­ents­prófs. Áfram er unnið að því fjölga nem­end­um sem út­skrif­ast úr fram­halds­skóla á til­sett­um tíma með því að kort­leggja bet­ur nem­end­ur í brott­hvarfs­hættu og inn­leiða reglu­bundn­ar mæl­ing­ar. Sér­stök áhersla er þar lögð á nem­end­ur með annað móður­mál en ís­lensku og nem­end­ur á lands­byggðinni. Þá hef­ur verið sett­ur á lagg­irn­ar starfs­hóp­ur sem meta mun þörf á heima­vist á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir fram­halds­skóla­nema.

Öflugra há­skóla­stig og OECD-mark­mið í augn­sýn

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla og rann­sókn­a­starf­semi verið auk­in veru­lega og er ráðgert að þau nemi tæp­um 41 millj­arði kr. á næsta ári. Það er hækk­un um 22,3% frá ár­inu 2017 þegar þau námu tæp­um 33,4 millj­örðum. Ný­verið birti Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in (OECD) ár­lega skýrslu sína Mennt­un í brenni­depli 2019 (e. Educati­on at Glance) þar sem fram kem­ur að Ísland nálg­ist óðfluga meðaltal OECD í fram­lög­um á hvern ársnema í há­skóla. Sam­kvæmt henni voru fram­lög­in á Íslandi 94% af meðaltal­inu árið 2016 sem er nýj­asta mæl­ing­in. Rík­is­stjórn­in stefn­ir á að fram­lög á hvern nem­anda hér á landi nái OECD-meðaltal­inu árið 2020. Við erum því sann­ar­lega á réttri leið. Meg­in­mark­mið stjórn­valda er að ís­lensk­ir há­skól­ar og alþjóðlega sam­keppn­is­hæf­ar rann­sókna­stofn­an­ir skapi þekk­ingu, miðli henni og und­ir­búi nem­end­ur til virkr­ar þátt­töku í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans og til verðmæta­sköp­un­ar sem bygg­ist á hug­viti, ný­sköp­un og rann­sókn­um. Til að ná meg­in­mark­miði há­skóla­stigs­ins er meðal ann­ars unnið að því að auka gæði náms og náms­um­hverf­is í ís­lensk­um há­skól­um, styrkja rann­sókn­astarf og um­gjörð þess ásamt því auka áhrif og tengsl há­skóla og rann­sókna­stofn­ana. Unnið er að heild­stæðri mennta­stefnu Íslands til árs­ins 2030, þvert á skóla­stig. Á sviði há­skóla stend­ur yfir end­ur­skoðun á regl­um um fjár­veit­ing­ar til þeirra með það að mark­miði að styðja bet­ur við gæði í há­skóla­starfi. Þá er einnig unnið að gerð stefnu um starf­semi rann­sókna-, fræða- og þekk­ing­ar­setra og ráðgert að birta og hefja inn­leiðingu á stefnu Íslands um op­inn aðgang að rann­sókn­aniður­stöðum og rann­sókna­gögn­um.

Gríðarleg fjölg­un í kenn­ara­nám

Meðal áherslu­verk­efna á mál­efna­sviði há­skóla­stigs­ins eru aðgerðir sem miða að fjölg­un kenn­ara. Í frum­varpi til fjár­laga árs­ins 2020 er gert ráð fyr­ir 220 millj­ón­um kr. til verk­efn­is­ins en meðal aðgerða sem að því miða eru náms­styrk­ir til kenn­ara­nema á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi. Stjórn­völd hafa ásamt lyk­ilfólki í mennta­mál­um unnið að því að mæta yf­ir­vof­andi kenn­ara­skorti og fyrr á ár­inu kynnt­um við til­lög­ur og byrjuðum hrinda þeim í fram­kvæmd. Árang­ur­inn hef­ur ekki látið á sér standa en um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur stór­fjölgað eða um 45% í Há­skóla Íslands.

Stór­bætt kjör náms­manna

Í und­ir­bún­ingi er nýtt og full­fjár­magnað stuðnings­kerfi fyr­ir náms­menn sem fel­ur í sér gagn­særri og jafn­ari styrki til náms­manna. Námsaðstoðin sem sjóður­inn mun veita verður áfram í formi lána á hag­stæðum kjör­um og til viðbót­ar verða bein­ir styrk­ir vegna fram­færslu barna og 30% niður­fell­ing á hluta af náms­lán­um við lok próf­gráðu inn­an skil­greinds tíma. Kerfið miðar að því að bæta fjár­hags­stöðu há­skóla­nema, ekki síst þeirra sem hafa börn á fram­færi, og skapa hvata til að nem­ar klári nám sitt á til­sett­um tíma. Á yf­ir­stand­andi haustþingi mun ég mæla fyr­ir frum­varpi þessa efn­is og vil ég þakka náms­mönn­um sér­stak­lega fyr­ir virki­lega gæfu- og ár­ang­urs­ríkt sam­starf við smíði þess.

Þrótt­mikið vís­indastarf

Á næsta ári aukast fram­lög til vís­inda­mála sem heyra und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti veru­lega. Mark­mið okk­ar er efla rann­sókn­ir, vís­inda­mennt­un og tækniþróun í land­inu og gera ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag enn bet­ur í stakk búið til þess að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi. Vel fjár­magnaðir sam­keppn­is­sjóðir í rann­sókn­um styrkja framúrsk­ar­andi vís­inda- og ný­sköp­un­ar­starf á öll­um sviðum. Sá ár­ang­ur sem ís­lenskt vís­inda­fólk hef­ur náð á und­an­förn­um árum er framúrsk­ar­andi og því er mik­il­vægt að halda áfram að styðja mynd­ar­lega við mála­flokk­inn.

Menn­ing í blóma

Á næsta ári munu fram­lög til menn­ing­ar-, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsmá­la vaxa í 16,1 millj­arð króna. Það er 32% aukn­ing frá ár­inu 2017 þegar að fram­lög­in námu 12,2 millj­örðum. Meðal áherslu­verk­efna á sviði menn­ing­ar og lista eru mál­efni ís­lenskr­ar tungu, aðgengi að menn­ingu og list­um og mót­un nýrr­ar menn­ing­ar­stefnu. Til marks um áhersl­ur stjórn­valda sem stuðla vilja að bættu læsi og styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu hækka fram­lög í bóka­safns­sjóð höf­unda um 62% árið 2020. Auk­inn stuðning­ur er við starf safna í land­inu með hækkuðu fram­lagi sem nem­ur 100 millj­ón­um kr. til Safna­sjóðs sem út­hlut­ar til verk­efna og rekstr­ar­styrkj­um til viður­kenndra safna. Þá hækka fram­lög til þriggja höfuðsafna þjóðar­inn­ar, Þjóðminja­safns Íslands, Lista­safns Íslands og Nátt­úru­m­inja­safns Íslands um 15 millj­ón­ir kr. Áfram er unnið að til­lög­um að bygg­ingu nýs þjóðarleik­vangs í knatt­spyrnu í Laug­ar­dal og unnið eft­ir nýrri íþrótta­stefnu sem var samþykkt nú í ár.

Bætt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla

Rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er erfitt. Í fjár­laga­frum­varp­inu er eyrna­merkt fjár­magn til stuðnings fjöl­miðlum í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Ég mun leggja það fram á haustþingi en það heim­il­ar op­in­ber­an stuðning við einka­rekna fjöl­miðla vegna öfl­un­ar og miðlun­ar frétta og frétta­tengds efn­is.

Það hef­ur gengið von­um fram­ar á kjör­tíma­bil­inu að efla þá mála­flokka sem heyra und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið. Vinna við helstu stefnu­mál hef­ur gengið vel og aðgerðir á ýms­um sviðum eru þegar farn­ar að skila ár­angri. Það er í senn ánægju­legt að finna fyr­ir þeim mikla meðbyr sem þess­ir mála­flokk­ar njóta í sam­fé­lag­inu. Slíkt er hvetj­andi fyr­ir mennta- og menn­ing­ar­mála­yf­ir­völd til að gera enn bet­ur og halda ótrauð áfram á þeirri veg­ferð að bæta lífs­kjör á Íslandi til langr­ar framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. september 2019.